Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

30. ágúst 2016

Umsóknir um Forsetamerki
Skilafrestur umsókna um Forsetamerki skátahreyfingarinnar er til hádegis 12. september. Forsetamerkið verður svo afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 24. september. Frekari upplýsingar um verkefnarammann má finna hér.


Yfirfærsla félagatals í Nóra
Nýtt félagatal verður tekið í notkun í þessari viku. Það verður lokað fyrir „gamla“ félagatalið nú á miðvikudaginn 31. ágúst því þá verða allar upplýsingar teknar og yfirfærðar í Nóra. Nýtt félagakerfi verður vonandi opnað fimmtudaginn 1. sept – væntanlega ekki fyrr en í lok dags. Það verður því a.m.k. einn dagur þar sem ekki er hægt að skrá í félagatalið né leita að upplýsingum. Við mælum með að þið takið út þær upplýsingar sem þið viljið eiga í excel eigi síðar en á þriðjudagskvöld 30. ágúst.
Póstur varðandi þetta var sendur á félagsforingja og starfsmenn skátafélaga í gær.


Rekka- og róverskátar athugið!
Norræni skátaviðburðurinn Forandringsagenterne verður haldinn á Úlfljótsvatni 13.-15. október. Þátttökugjald er kr. 13.000,- innifalið er matur, ferðir, dagskrá og gisting. Umsóknarfrestur til 1. september 2016. Nánari upplýsingar hér eða hjá Júlíusi í Skátamiðstöðinni, julius@skatar.is


Friends of Scouting in Europe
Nú er tækifæri til þess að ganga í klúbbinn!
Í tilefni tveggja norrænna skátafunda í Reykjavík um næstu helgi verður FOSE með móttöku í Skátamiðstöðinni laugardaginn 3. september kl. 12:15. Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir. Léttur hádegisverður. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Júlíusar í Skátamiðstöðinni sem einnig veitir nánari upplýsingar.


Viltu aðstoð við að skipuleggja sveitarstarfið?
Handleiðslukvöld Dagskrárráðs verður haldið í Skátamiðstöðinni sunnudaginn 4. september frá 20:00-22:00. Tækifæri til að líta við, fá sér eina vöfflu og fá aðstoð eða skýringar á skátadagskránni. Dagskrárráð verður á staðnum til að leiðbeina og aðstoða. Frekari upplýsingar hér.

Útinámsráðstefna á Úlfljótsvatni
Úlfljótsvatn í samstarfið við SNÚ heldur Útikennsluráðstefnu á Úlfljótsvatni dagana 17. og 18. september 2016. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Gilwell-leiðtogaþjálfun, skref 1
Um liðna helgi fór fram á Úlfljótsvatni Sumar-gilwell 2016 þar sem 29 þátttakendur lögðu af stað í Gilwell-vegferðina. Fyrir þá sem ekki höfðu tækifæri til að vera með þá fer nýr hópur af stað 1. okt. nk. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Fræðslukvöldin fara af stað aftur
Fyrsta fræðslukvöld haustsins verður haldið mánudaginn 19. september og þá verður hvatakerfi skátanna tekið fyrir. Takið kvöldið frá í dagbókinni ykkar og fylgist með þegar skráning opnar.

Endurfundir skáta hefjast 12. september
Þá finnum við til súpupottinn og leggjum á borð. Nánari upplýsingar verða sendar út í tölvupósti í vikunni. Hlökkum til að sjá ykkur.

Vetraráskorun Crean
Skráning er hafin í Vetaraskorun Crean 2016-2017. Opið fyrir dróttskáta fædda 2001 og 2002. Nánari upplýsingar hér


 

Í þessari viku:

  • Umsóknir um Forsetamerki
  • Yfirfærsla í Nóra
  • Forandringsagenterne fyrir rekka-og róverskáta
  • FOSE móttaka
  • Handleiðslukvöld dagskrárráðs
  • Útinámráðstefna á Úlfljótsvatni
  • Gilwell-leiðtogaþjálfun skref 1 af 5
  • Fræðslukvöldin að fara af stað
  • Endurfundir skáta hefjast 12. sept
  • Vetraráskorun Crean
Bandalag íslenskra skáta,