Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

28. mars 2017

Vítamínkvöld í kvöld - Haturðsorðræða á netinu 
Áttu eftir að melda þig? Ertu ekki viss hvar þetta er? Ertu ennþá að spá?
Kíktu hér.


Endurfundir frestast
Því miður neyðumst við til að fresta Endurfundum skáta sem vera átti í dymbilvikunni til 24. apríl. Við erum að senda skilaboð á þá sem eru á skrá hjá okkur í hópnum en endilega hjálpið okkur að látið þetta berast.


Kaffihúsakvöld Mosverja
Skátafélagið Mosverjar stendur fyrir fjáröflunarkvöldi fyrir Skálann, nýja skátaheimilið sitt. Vöfflur, tónleikar og skemmtilegheit. Endilega kíktu á viðburðinn hér.

Hrollur - Ævintýraleg útivistaráskorun fyrir dróttskáta
Er þín dróttskátasveit búin að fá kynningu frá kynningarteymi Hrolls?
Ef ekki, kastaðu þá línu á salka@mosverjar.is og hún reddar því hið snarasta. Kíktu svo á viðburðinn hér. Hvaða félag mætir með flest lið?

Félagsstjórnarnámskeið 29. apríl
Félagsstjórnanámskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni laugardaginn 29. apríl kl 10-15.
Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk og verkefni stjórnar skátafélags.
Félagsstjórnir eru hvattar til þess að taka daginn frá.
kveðja, félagaráð.

Í þessari viku:

  • Vítamínkvöld í kvöld - Haturðsorðræða á netinu
  • Endurfundir frestast
  • Kaffihúsakvöld Mosverja
  • Hrollur - Ævintýraleg útivistaráskorun fyrir dróttskáta
  • Félagsstjórnarnámskeið 29. apríl
Heyrst hefur að Bræðrabandið ásamt töframanni ætli að mæta á kaffihúsakvöld Mosverja á fimmtudaginn... 
Bandalag íslenskra skáta,