Vörur fyrir Landsmót skáta í Skátabúðinni
Í Skátabúðinni fæst allt sem skátinn þarf fyrir Landsmót skáta. Þann 17. júlí flytur búðin sig um set vegna Landsmóts skáta og því er um að gera að vera tímanlega í innkaupum.
Kveðja, Dagga
Árbúar auglýsa eftir bílstjóra
Árbúar í hjólaferð óska eftir viljugum bílstjóra á öruggum bíl til að keyra 3-4 skáta og svolítinn farangur (ekki hjól) upp fyrir Húsafell. Lagt verður af stað um kl. 9 miðvikudaginn 16. júlí frá Árbúaheimilinu. Borgum kostnað vegna eldsneytis.
Frekari upplýsingar veitir Auðna Ágústsdóttir, s: 8255141
Dýnur og tjöld til sölu
Tjaldaleigan er með dýnur til sölu í stærðunum 90*200 cm. Stykkið kostar 15.000 krónur. Einnig eru lítil tjöld til sölu á 50.000 krónur. Nánari upplýsingar veitir Hermann í tölvupósti.
Óskað eftir áhugasömum fulltrúum
Vinnuhópur um samskiptareglur frambjóðenda óskar eftir áhugasömum aðilum til starfa. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Hermann í tölvupósti.
Skátatilboð í Fjallakofanum
Í tilefni Landsmóts skáta er Fjallakofinn með margvísleg tilboð fyrir skáta dagan 7. til 12. júlí. Nánari upplýsingar má sjá hér.
Kynningarátak Skátanna
Kynningarátak Skátanna hefst 25. ágúst. Gefið verður út sérblað með Fréttatímanum 29. ágúst, myndböndum frá Landsmóti skáta verður dreift á Facebook og prentað verður nýtt kynningarefni sem aðgengilegt verður frá 20. ágúst.
kveðja, Hermann
Sumarlokun Skátamiðstöðvarinnar
Skátamiðstöðin flytur starfsemi sína norður yfir heiðar meðan á Landsmóti skáta stendur og verður lokuð frá og með 17. júlí til 29. júlí.
Tilboð á fatnaði frá 66° norður
Skátar geta keypt vandaðan útivistarfatnað frá 66°norður á einstöku tilboðsverði. Kynnið ykkur málið hér.
Kveðja, Dagga
|