Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

23. ágúst 2016

Pottapartý í Reykjadal
Rekkaskátar og eldri eiga ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara!
Gengið verður saman upp í Reykjadal á fimmtudaginn n.k., dýft sér í lækinn og spjallað um ævintýri sumarsins og spennandi áskoranir sem framundan eru. Sjá nánar hér.


Félagsforingjafundur á sunnudaginn
Við minnum á skráningu á félagsforingjafundinn sem haldinn verður í Skátamiðstöðinni sunnudaginn 28. ágúst frá 10:30-16:00. Skráning og frekari upplýsingar hér.


Kynningarvika skátastarfs
Næstu tvær vikurnar eru kynningarvikur skátastarfs. Við hvetjum félögin til að kynna skátastarfið fyrir nærumhverfinu og nálgast bæklinga og plaköt í Skátamiðstöðinni.


Nóri félagatal
Nú erum við á lokametrunum að færa okkur yfir í Nóra, nýja félagatalið sem m.a. mörg íþróttafélög nota. Við höfum verið með nokkur námskeið í notkun á kerfinu og verðum væntanlega með eitt í viðbót í september. Fylgist með á Skátamálum.

Handleiðslukvöld DÁÐ
Vantar þig aðstoð við að skipuleggja sveitarstarfið. Ertu ekki alveg að skilja hvatakerfið?
Dagskrárráð ætlar að vera með Handleiðslukvöld þar sem sveitarforingjar eru hvattir til að kíkja við i Skátamiðstöðinni, fá vöfflur og kakó og í bónus, aðstoð við að skipuleggja sveitarstarfið. Frekari upplýsingar hér.

Rekka- og róverskátar, eru þið tilbúin?
Norræni skátaviðburðurinn, Forandringsagenterne, verður haldinn á Úlfljótsvatni 13.-16. október. Umsóknarfrestur til 1. september. Nánari upplýsingar hér eða hjá Júlíusi í Skátamiðstöðinni.

Tækifæri í alþjóðastarfi
Langar þig að taka þátt í alþjóðlegum viðburðum út um allan heim?
Fylgstu með á síðunni Tækifæri í alþjóðastarfi og þú gætir verið á leiðinni út.

 

Í þessari viku:

  • Pottapartý í Reykjadal
  • Félagsforingjafundur 
  • Kynningarvika 
  • Nóri félagatal
  • Handleiðslukvöld DÁÐ
  • Forandringsagenterne
  • Tækifæri í alþjóðastarfi

pssst...

Heyrst hefur að Mosverjar eru að flytja úr litla skátaheimilinu við Varmá. Hvert - kemur í ljós í næstu viku... 
Bandalag íslenskra skáta,