Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

2. febrúar 2016

Félagsforingjafundur 2016
Enn eiga nokkur félög eftir að skrá þátttakendur á félagsforingjafundinn þann 13. feb.
Upplýsingar og skráning hér.


Fundarboð á Skátaþing 2016
Fundarboð var sent út á alla virka skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef fundarboðin bárust þér ekki getur þú nálgast þau með því að smella hér.


Litli-kompás - Námskeið í mannréttindakennslu fyrir börn 11. febrúar
Námskeiðið er mjög áhugavert og kynntar eru skemmtilegar leiðir til að fræða börn og ungmenni um mannréttindi. Námskeiðið er haldið á vegum Æskulýðsvettvangsins. Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér.


Endurfundir skáta á mánudaginn næsta
Að venju opnar húsið kl. 11:30 og borðhald hefst kl. 12:00
Hlökkum til að sjá ykkur.


Ljósmyndaáskorun rekkaskáta
12 klukkustundir, 12 ljósmyndir, keppnis, verðlaun og svaka stemning. 
Kíkið hér inn og sjáið hvað er í gangi.


Landsmótssöngurinn
Nú er mótssöngurinn kominn út í heild sinni. Þá er bara um að gera að byrja að æfa sig. Smelltu hér til að heyra lagið og textann má finna hér.
Góða skemmtun!


Ungmennaþing 13. febrúar
Rekkar- og róverskátar fá tækifæri til að ræða um sitt skátastarf, kynnast störfum skátaþings og hafa áhrif þar. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Gleðilegan febrúar
Í febrúar er að vanda margt um að vera, en einnig er þá einn helsti hátíðsdagur okkar skáta, 22. febrúar. Alþjóðasamtök kvenskáta WAGGGS, hafa útbúið verkefnapakka í tilefni af fæðingardegi Baden-Powell sem við hvetjum alla til að kynna sér. Smellið hér til að finna upplýsingar um World Thinking Day
Styrktarsjóður skáta auglýsir eftir umsóknum
Upplýsingar og reglurgerð má finna hér.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 2016

Almennur skráningarfrestur Landsmóts skáta er...
... til 15. febrúar en eftir það hækkar mótsgjaldið um 5% Því er um að gera að skrá sig fyrir hækkun. Skráning fer fram hér.

Fræðslukvöld - Erfiði skátinn 15. febrúar
Í þetta sinn verður fræðslukvöldið á mánudagskvöldi.
Hvernig á skátaforingi að takast á við frávik barna? Hvernig á að bregðast við erfiðri hegðun? Hvað ef einhver er með flogaveiki? 
Frekari upplýsingar og skráning hér.

Ert þú sá/sú sem við leitum að?
Dagskrárráð auglýsir eftir öflugum sjálfboðaliðum til að starfa með ráðinu sem rekka- og/eða róverráðgjafar. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.
Ekki meir - Vinnum gegn einelti - Haldið í Hveragerði
Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 23. febrúar í Grunnskólanum í Hveragerði. Nánari upplýsingar og skráning hér.

 

Í þessari viku:

 • Félagsforingjafundur 2016
 • Fundarboð á Skátaþing 2016
 • Litli-kompás - námskeið
 • Endurfundir skáta
 • Ljósmyndaáskorun rekkaskáta
 • Landsmótssöngurinn
 • Ungmennaþing
 • Gleðilegan febrúar
 • Styrktarsjóður skáta
 • Skráningarfrestur Landsmóts
 • Erfiði skátinn - fræðslukvöld
 • Ert þú sá/sú sem við leitum að?
 • Ekki meir í Hveragerði

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Leitin að fjársjóði BP... 
Leiðið vini ykkar í ævintýralega fjársjóðsleit. Hver býr til skemmtilegasta fjársjóðskortið?
Hér má finna verkefnið í heild.
Bandalag íslenskra skáta,