Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

10. júní 2014

Stærsta skátamót Íslandssögunnar árið 2017 -Forskráning í starfsmannabúðir

Nú er undirbúningur hafinn fyrir alþjóðlega 
World Scout Moot skátamótið sem haldið verður á Íslandi dagana 25. júlí - 2. ágúst  árið 2017. Þátttakendur eru á aldrinum 18- 25 ára og er búist er við að þátttakendum frá öllum heiminum.  Forskráning í starfsmannabúðir er hér og nánari upplýsingar eru á skátamálum.

 

Kveðja, HR nefnd World Scout Moot 2017


Kaffihúsaspjall um skátaheit

Næsta fimmtudagskvöld ætla eldri skátar (18+) að hittast yfir kaffi, kakói og kleinum og taka létt og gott spjall um skátaheitið. Aðaláherslan verður á málefnalega umræðu án nokkurrar fyrirfram ákveðinnar dagskrár þar sem ólík sjónarmið eiga að geta komið fram og þau svo rædd án allra fordóma og/eða gífuryrða.


Viðburðurinn verður haldinn í skátaheimili Seguls, Tindaseli 3 þann 12. júní og hefst klukkan 20:00. Nánari upplýsingar má finna hér

Kveðja, Laddi

Skráning á Viðeyjarmót í fullum gangi

Skráning á hið árlega Viðeyjarmót Landnema er hafin hér. Ekki láta það framhjá þér fara.

Kveðja, mótsstjórnin

 

 

Í þessari viku:

  • Stærsta skátamót Íslandssögunnar árið 2017 - Forskráning í starfmsmannabúðir
  • Kaffihúsaspjall um skátaheit
  • Skráning á Viðeyjarmót í fullum gangi

Á dagskránni:

12. júní
Kaffihúsaspjall með skátheiti

14. júní
Gilwell - leiðtogaþjálfun. Stjórnun og skipulagning skátastarfs

17. júní
Þjóðhátíðardagur Íslendinga

20.-22. júní
Landnemamót í Viðey 

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Það er vont að brenna í tevufarinu, mundu eftir sólarvörninni!

 
Bandalag íslenskra skáta,