Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

17. nóvember 2015

Stjörnuskoðun á fimmtudaginn
Veðurspáin er frábær til stjörnuskoðunar á fimmtudaginn. Ert þú nokkuð að gleyma að skrá þig á fræðslukvöldið? Kíktu á þetta!


Evrópudagur um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi er á morgun.
Þá verður frumsýnd ný stuttmynd sem velferðarráðuneytið ásamt Barnaverdastofu og umboðsmanni barna hefur látið útbúa.
Fylgstu með á Skátamálum. 


Roverway - skráðu þig í dag!
Skráning er í fullum gangi fyrir Roverway í Frakklandi. Þátttökugjaldið er einungis 199.000,- ef þú skráir þig fyrir miðjan desember. Nánari upplýsingar á skátamálum


Það eru 242 dagar í Landsmót skáta á Úlfljótsvatni...
... og skráningin er komin á fullt. Eru skátafélögin ekki komin á fullt í undirbúningi? Dagskráin er komin á heimasíðuna og margt, margt fleira. Endilega haldið áfram að fylgjast með á heimasíðunni og facebook síðu landsmóts.

Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka?
Morgunverðarfundur Almannaheilla um fyrirhugaða lagasetningu um félagasamtök til almannaheilla.
Tími: 18. nóvember 2015, kl. 8:30-10:00
Staður: Grand Hótel Reykjavík
Fyrir hverja: Allt áhugafólk um félagasamtök til almannaheilla.
Nánari upplýsingar hér

Nýtt í þriðjudagspóstinum - Verkefni vikunnar frá dagskrárráði
Fyrsta verkefnið er ætlað drótt- og rekkaskátum og fjallar það um staðalímyndir tengdar flóttamönnum. Markmið þess er að skátarnir fræðist um það hvernig umræða gæti litast af staðalímyndum og sé ekki alltaf sanngjörn. Það er því eitt skref í átt til þess að skátarnir séu meðvitaðir um að líta þurfi hlutina gagnýnum augum og velti fyrir sér hvenig þeir geti stuðlað að bræðraragi manna á milli og skapað betri heim. Skoðaðu verkefnið hér.

Nýr starfsmaður - Sigríður Ágústsdóttir
Sigríður Ágústsdóttir, skrifstofustjóri Skátamiðstöðvarinnar hefur tekið til starfa. Hennar hlutverk er að sjá um innri málefni skátahreyfingarinnar og leiða stefnumótun BÍS með stuðningi sjálfboðaliða og starfsfólks. Sigríður er gamall Ægisbúi og segist finna að orðatiltækið "Eitt sinn skáti - ávallt skáti" eigi vel við, skátahjartað slær enn.

Skipulagsfundur Úlfljótsvatns
Þann 30. nóvember er boðað til fundar í Skátamiðstöðinni kl. 19:00 til að ræða skipulagsmál við Úlfljótsvatn. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Nánari upplýsingar hér.

Ertu farin að huga að jólunum?
Skátabúðin hefur selt Sígræna jólatréð til landsmanna undanfarin 20 ár og eru þau víða þekkt sem "jólatrén frá skátunum" Jólatréssalan er byrjuð í Skátamiðstöðinni en einnig er hægt að skoða úrvalið og verðin hér.

Sumarbúðir Boy Scouts of America
Hefur þig ekki alltaf dreymt um að vinna í sumarbúðum í Bandaríkjunum? Nú er tækifærið þar sem BSA auglýsir eftir hressu fólki til starfa. Nánari upplýsingar hér.

 

Í þessari viku:

  • Stjörnuskoðun á fimmtudaginn
  • Evrópudagur um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi
  • Roverway - skráðu þig í dag
  • 242 dagar í Landsmót
  • Þarf að laga umhverfi almannaheillasamtaka?
  • Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði
  • Nýr starfsmaður
  • Skipulagsfundur Úlfljótsvatns
  • Sígræna jólatréð
  • Sumarbúðir BSA

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Flóttamenn og staðalímyndir er nýtt verkefni á dagskrárvefnum ætlað drótt- og rekkaskátum. Skoðaðu verkefnið hér.
Bandalag íslenskra skáta,