Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

21. október 2014

Er þín fálkaskátasveit skráð?

Skráningar streyma inn fyrir Fálkaskátadagurinn 2. nóvember og hver að verða síðastur að skrá sína sveit.
Verður fálkaskátasveitin ykkar með?
Ratleikur með strætó og spennu, leikir og fjör. Hvaða fálkaskátasveit vinnur? Við hvetjum allar Fálkaskátasveitir á suðvestur horninu til að taka þátt (einnig aðrar ef þær sjá sér fært að koma) Frekari upplýsingar má finna hér

Skráning er hafin hér!

Kveðja, Dagskrárráð


Jól í skókassa

KFUM og KFUK standa fyrir flottu verkefni sem nefnist jól í skókassa. Við hvetjum skátaflokka til að bregðast við og taka þátt. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér: http://www.kfum.is/skokassar/

Kveðja, Dagskrárráð

Skátasveitin í Klifurhúsið

Klifurhúsið mun bjóða skátasveitum sem vilja koma að klifra í október og nóvember sérstök kjör. Kynnið ykkur tilboðið nánar HÉR.

Kveðja, Klifurhúsið

Bráðum koma blessuð jólin...

Í skátamiðstöðinni er farið að huga að jólunum því sígræna jólatréð er á leiðinni.
Sígræna jólatréð er góð fjáröflunarleið fyrir skátafélög. Félagið fær 20% söluþóknun af hverju tré. Þó skal tekið fram að félagið þarf að panta tréð og greiðsla að fara í gegnum félagið. 

Hafið samband ef þið viljið heyra meira.

Kveðja, Skátabúðin

Stuðningur við félagsstjórnir

Í skátamiðstöðinni er hægt að fá ýmsa aðstoð og fræðslu tengda rekstri skátafélaga. M.a. RAG greiningu, aðstoð við stefnumótun, aðstoð við starfsáætlanagerð, bókhaldsaðstoð og margt fleira. Hikið ekki við að hafa samband

Kveðja, Júlíus

Enn er hægt að hafa áhrif á störf laganefndar

Laganefnd fundar alla mánudaga kl. 20:00 í Skátamiðstöðinni og eru allir velkomnir á fundi nefndarinnar. 
Hér má finna frétt um störf nefndarinnar.

Kveðja, Júlíus

 

Í þessari viku:

  • Fálkaskátadagurinn 2. nóvember
  • Jól í skókassa
  • Skátasveitin í Klifurhúsið
  • Bráðum koma blessuð jólin
  • Stuðningur við félagsstjórnir
  • Enn er hægt að hafa áhrif á störf laganefndar

Snjallráð vikunnar

Ekki vera belja á svelli - passaðu þig á hálkunni

 
Bandalag íslenskra skáta,