Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

3. febrúar 2015

Félagsforingjafundur á laugardaginn

Varstu búin að skrá þig? 

Frekari upplýsingar og skráning hér.


Ungmennaþing 14. febrúar 
Þingakademía fyrir 16-25 ára skáta verður haldið í Skátaheimili Árbúa laugardaginn 14. febrúar. Við viljum hvetja unga skáta til að koma sínu á framfæri. #roddungraskata 

Nánari upplýsingar  og skráningu má finna hér
Laganefnd BÍS hefur sett fram tillögur að nýjum lögum samtakanna. Til þess að umfjöllun um tillögurnar verði málefnaleg biðjum við ykkur að kynna ykkur vel þau gögn sem laganefnd hefur sett inn á vef sinn og koma athugasemdum og tillögum til breytinga til nefndarinnar á netfang hennar laganefnd@skatar.is eins fljótt og mögulegt er.
Frétt um vinnu laganefndar má finna hér.

Verndum þau námskeið verður haldið af Æskulýðsvettvangnum í húsnæði KFUM/K við Holtaveg 17. febrúar. Ætlast er til þess að allir sveitarforingjar og aðrir sjálfboðaliðar sem vinna með börnum fari á þetta námskeið. Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má finna hér.
Markþjálfun - Gilwell-framhaldsþjálfun - Seinni hluti
Verður haldið í Skátamiðstöðinni 14. febrúar.
Skráning og upplýsingar má finna hér 

Boy scouts of America er að leita að hressum skátum til að vinna í sumarbúðum í bandaríkjunum næsta sumar. Starfið er launað. Allar nánari upplýsingar gefur Jón Ingvar í Skátamiðstöðinni. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar. Einstakt tækifæri!
Vissir þú að Skátaþing 2015 verður haldið á Selfossi 20.-22. mars í ár? Taktu helgina frá í dagatalinu.
Leiðtogavítamín er skátapepp fyrir drótt- og rekkaskáta haldið á Úlfljótsvatni 13.-15. mars 2015
Skráning og nánari upplýsingar.

Drekaskátadagurinn verður haldinn 1. mars 2015 og leitum við að skátafélagið sem er til í að taka að sér viðburðinn líkt og undanfarin ár. Í fyrra voru Kópar með Drekaskátadaginn og voru þá drekaskátar um allan Kópavogsdal í leik og skátastarfi. Áhugasamir hafi samband við Elsí Rós með tölvupósti eða í síma 550-9810
Góðverkadagar 2015
Skátar gera góðverk, það er ekkert nýtt. En það er spennandi að finna sér ný verkefni á hverju ári til að bæti við sig góðverkum. Við minnum á góðverkadagbókina sem má finna hér.
Skátar nota gjarnan vikuna fyrir 22. febrúar ár hvert til að leggja áherslu á góðverk og hafa drekaskátar verið hvað duglegastir að fylgja því eftir. Hvernig væri ef fálkaskátarnir komi sterkir inn í ár?

 

Í þessari viku:

  • Félagsforingjafundur á laugardaginn
  • Ungmennaþing 14. febrúar
  • Laganefnd BÍS
  • Verndum þau námskeið
  • Boy scouts of America
  • Skátaþing 2015
  • Leiðtogavítamín - Skátapepp
  • Drekaskátadagurinn
  • Góðverkadagar 2015
Bandalag íslenskra skáta,