Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

13. september 2016

Fræðslukvöld um Hvatakerfið
Hvaða límmiðar eru þetta sem er verið að tala um? Hvataspjöld - fyrir hverja?
Hvernig væri að kíkja á fræðslukvöld um hvatakerfið mánudaginn 19. september kl. 19:30 í Skátamiðstöðinni.
Frekari upplýsingar og skráning hér.


Nóri félagatal
Er félagið þitt búið að opna fyrir skráningar í nýja félagatalinu okkar, Nóri félagatal?
Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar er tilbúið til aðstoðar nánast hvenær sem er. Endilega hafið samband í síma 550-9800 eða á skatar@skatar.is 

Afhending forsetamerkis frestast
Því miður getur afhending Forsetamerkisins ekki farið fram laugardaginn 24. september eins og gert var ráð fyrir. Hún mun þess í stað fara fram laugardaginn 15. október.

SkátaPepp - Haustpepp 
Færri komust að en vildu á Arctic peppið á Akureyri síðustu helgi.
Nú er tækifæri, því haustpepp á Úlfljótsvatni verður helgina 30. sept - 2 okt.
Upplýsingar og skráning hér.

Bland í Poka
Bland í poka verður haldið á Laugum í Sælingsdal dagana 7.-9. október. Á viðburðinum verða í boði fjölbreyttar smiðjur fyrir stjórnir skátafélaga, sveitarforingja og aðra sjálfboðaliða 18 ára og eldri.
Nánari upplýsingar um dagskrána koma fljótlega.
Það er um að gera að skrá sig sem fyrst til þátttöku því húsrými er takmarkað.
Skráning fer fram hér.

Auður Djúpúðga
Ert þú rekkaskáti sem þyrstir í spennandi ævintýri?
Skráningarfresturinn er að renna út!
Auður djúpúðga er leiðangur fyrir rekkaskáta til Írlands í páskafríinu 2017. Farið verður í leiðangur í nágrenni Dublin með írskum skátum. Umsóknir um þátttöku í leiðangrinum berist til Júlíusar í Skátamiðstöðinni  julius@skatar.is eigi síðar en 15. september. Nánari upplýsingar má finna hér.

Er þitt félag búið að taka þátt í endurmati Landsmóts skáta?
Ef ekki þá megið þið endilega taka þátt. Könnunin var send í tölvupósti til skráðra fararstjóra og félagsforingja, ef þú fékkst ekki póstinn þá getur þú nálgast könnunina hér. 

Félagsráðsvefurinn er kominn í loftið.
Á vefnum má finna fjölþætt stuðningsefni fyrir stjórnir skátafélaga og sveitarforingja. Einnig er þar Sjálfsmatskerfi skátafélaga og skýringar við það.
Við hvetjum stjórnir og foringja til þess að kynna sér vefinn og senda okkur ábendingar og tillögur um lagfæringar og viðbætur.
Skoða vefinn hér. 

Í þessari viku:

  • Fræðslukvöld um Hvatakerfið
  • Nóri félagatal
  • Afhending forsetamerkis frestast
  • Haustpepp!
  • Bland í Poka
  • Auður Djúpúðga
  • Er þitt félag búið að taka þátt í endurmati Landsmóts skáta?
  • Félagsráðsvefurinn er kominn í loftið.
... vissir þú að 29 skátar muni taka við Forsetamerkinu á Bessastöðum í október?
Bandalag íslenskra skáta,