Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

20. október 2015

Fálkaskátadagurinn 2015
Að þessu sinni ætla Mosverjar að taka á móti fálkaskátum landsins. Dagskráin fer fram í Mosfellsbæ frá 14:00-17:00 þann 1. nóvember. Búið er að opna fyrir skráningu og bréf til sveitarforingja fálkaskáta er í þann mund að fara af stað með tölvupósti. Fylgist með hér.


Skátapepp
Skátapeppið verður að þessu sinni á Grundarfirði og lýkur skráningu á miðnætti miðvikudaginn 21. október. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.


Verndum þau í Reykjanesbæ í kvöld.
Allir á suðurnesjum hafa tækifæri til að taka námskeiðið í heimabyggð í kvöld í Félagsheimili Keflavíkur. Nánari upplýsingar hér.

RUS - Rödd ungra skáta
Rekka- og róverskátar eru hvattir til að mæta á RUS sem haldið verður á Akranesi helgina 6.-8. nóvember n.k. Frábært tækifæri fyrir unga skáta að koma hugmyndum sínum á framfæri um leið og þeir styrkja vináttutengslin við aðra skáta. Skoðaðu málið hér.

Vetraráskorun Crean
Opnað hefur verið fyrir umsóknir og skal þeim skilað fyrir mánudaginn 26. október n.k. Vetraráskorun Crean er tveggja vikna útivistarævintýri og áskorun fyrir ungmenni fædd 2000 og 2001. Við biðjum dróttskátaforingja að koma skilaboðunum áleiðis til sinna skáta. Frekari upplýsingar má finna hér.

Verndum þau á ferð
Æskulýðsvettvangurinn er á ferð og flugi þessa dagana og verða með tvö Verndum þau námskeið á landsbyggðinni í næstu viku. Þann 28. október verður það haldið á Hellu og þann 29. október á Blönduósi. 

Aðventuhátíð Úlfljótsvatns
Piparkökubakstur, eldhitað kakó, eplabogfimi og fjórtán rétta jólahlaðborð! Í ár verður ekki ein, heldur FJÓRAR fjölskylduvænar aðventuhátíðir á Úlfljótsvatni. Upplýsingar og skráning á www.ulfljotsvatn.is  

Í þessari viku:

  • Fálkaskátadagurinn 
  • Skátapepp
  • Verndum þau í Reykjanesbæ í kvöld
  • RUS - Rödd ungra skáta
  • Vetraráskorun Crean
  • Verndum þau á ferð
  • Aðventuhátíð Úlfljótsvatns
Bandalag íslenskra skáta,