Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

21. mars 2017

Rötun í skátastarfi
Ert þú með áttavitann á hreinu? Þarftu að hressa upp á rötunarkunnáttuna? Þá er tækifærið annað kvöld. Kíktu hér.


Vítamínkvöld í Mosó
Vítamínkvöld marsmánaðar flutti sig um set og ætlar að sameinast fræðslukvöldi Mosverja í Skálanum.
Spennandi viðfangsefni og mjög þörf umræða í nútíma samfélagi. Við þurfum öll að vera meðvituð! Nánari upplýsingar hér.


RUS-dagurinn
Langar þig að hjálpa okkur við að búa til skemmtilegt rekka og róverskátastarf? Langar þig að skella þér í sund með skemmtilegum skátum? Taktu þá þátt í RUS-deginum! Nánari upplýsingar og skráning hér.


Upplýsingafundur WSM fararhópsins
Sunnudaginn 25. mars nk. verður haldinn upplýsingafundur fyrir þátttakendur World Scout Moot á Íslandi. Fundurinn verður í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kl. 14:00. Ekki láta þig vanta!


Stjórnarfundir
Stjórnarfundir BÍS eru opnir öllum. Fundartíminn fram í maí 2017 verður 1.-3. þriðjudag í mánuði kl. 19:30-21:30. Fundað er í sal BÍS, Hraunbæ 123 í Reykjavík. Næsti fundur er í kvöld, þriðjudaginn 21. mars. 


Hrollur
Við minnum dróttskátaforingja á Hroll - ævintýralega útivistaráskorun fyrir dróttskáta sem haldin verður 28.-30. apríl af Mosverjum. Endilega hafið samband ef þið viljið fá kynningu fyrir dróttskátasveitina ykkar á salka@mosverjar.is. HVAÐA FÉLAG MÆTIR MEÐ FLESTA ÞÁTTTAKENDUR TIL LEIKS? Nánari upplýsingar hér.

Í þessari viku:

  • Rötun í skátastarfi
  • Vítamínkvöld í Mosó
  • RUS - dagurinn
  • Upplýsingafundur WSM fararhópsins
  • Stjórnarfundir
  • Hrollur

Skátafélagið Árbúar heldur upp á 40 ára afmælið sitt í næstu viku með afmælishátíð þann 29. mars. Nánar um það hér. 
 

Bandalag íslenskra skáta,