Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

2. juní 2015

Námskeið fyrir Sumarstarfsfólk í næstu viku.
Hér í Skátamiðstöðinni verður margt um manninn í næstu viku því stjórnendur sumarnámskeiða verða á námskeiði frá 10-14 mánudag og þriðjudag og starfsmenn sumarnámskeiðanna frá 16-20 mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Eru ekki örugglega allir í þínu félagi skráðir sem vinna við sumarnámskeiðin? Frekari upplýsingar hér.


Starfsmannahópurinn eflist í Skátamiðstöðinni.
Ráðið hefur verið í þrjár stöður:
Eva Rós Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem þjónustufulltrúi frá og með haustinu. Eva Rós kemur úr skátafélaginu Strók.
Sigurlaug Björk Fjeldsted, hefur verið ráðin viðburðastjóri BÍS og tekur til starfa 1. ágúst. Sigurlaug kemur úr Landnemum.
Linda Björk Hallgrímsdóttir kom til starfa tímabundið í vor kemur aftur til starfa í haust og mun þá sinna alþjóðasamskiptum fyrir Landsmót 2016 og WSM 2017. 
Við bjóðum þær velkomnar til starfa og hlökkum til samstarfsins.


Skátablaðið er á leið í prentun og mun berast skátum á næstu dögum. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum greinum. 


Sumar-Gilwell, fullt af útilífi, ævintýrum og fjöri, verður haldið að Úlfljótsvatni helgina 21.-23. ágúst. Kynntu þér málið hér.


Lágmarks starfsemi í Skátamiðstöðinni 
Vegna sumarleyfa starfsmanna verður lágmarks starfsemi í Skátamiðstöðinni frá 15. júní til 5. ágúst. Þriðjudagspósturinn mun koma óreglulega út á þessu tímabili. Ef þið eru með eitthvað sem þið viljið koma á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið tölvupóst á skatar@skatar.is 


 

Í þessari viku:

  • Námskeið fyrir sumarstarfsfólk
  • Ráðningar í Skátamiðstöðina
  • Skátablaðið
  • Sumar-Gilwell
  • Starfsfólk í sumarfríi.


 

Bandalag íslenskra skáta,