Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

26. maí 2015

Próflokaútilega rekkaskáta
Rekkaskátasveitin Fantasía ætlar að bjóða rekkaskátum í próflokaútilegu helgina 29.-31. maí á Úlfljótsvatni
Tjaldað við KSÚ. Frekari upplýsingar hér.


The Color Run - afsláttur til skáta
Langar þig að taka þátt í 5 km. langri litasprengju? Skátar fá sérstakan afslátt í hlaupið. Skoðið afsláttinn hér og skellið ykkur í hlaupið

Hvaða skátamót á að skella sér á í sumar?
Framundan er fjörugt skátamótasumar og úr nógu að velja:
Drekaskátamót verður á Úlfljótsvatni helgina 6.-7. júní, Vormót Hraunbúa í Krýsuvík 12.-13. juní, Landnemamót í Viðey 26.-28. júni og Jónsmessumót Klakks á Hömrum sömu helgi. Og svo að sjálfsögðu Heimsmót skáta í Japan 28. júlí til 8. ágúst. Hvar verður þú?

Eða villtu kanski skella þér út í sumar?
Alþjóðaráði BÍS hefur borist tilboð um að senda Róverksáta á mót í Portúgal og Póllandi. Nánari upplýsingar eru á má finna hér.

Námskeið fyrir stjórnendur og starfsfólk sumarnámskeiða fara fram í Skátamiðstöðinni 8.-10. maí. Við minnum á mikilvægi þess að starfsmenn ljúki þessum námskeiðum og m.a. er skylda að allir starfsmenn hafi lokið Verndum þau námskeiði sem fram fer á námskeiðinu fyrir sumarstarfsfólkið. Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér.
Endurvinnslusett í öll skátaheimili
Á næstu vikum er ætlunin að ljúka dreifingu flokkunarsetta sem Grænir skátar eru að gefa í öll skátaheimili. Þau skátafélgö sem ekki hafa fengið slík sett, eða óska eftir viðbótarsettum. , eru beðin að hafa samband við júlíus í Skátamiðstöðinni sem fyrst.

Tjaldaleiga skáta hefur opnað sína sumarstarfsemi.
Til leigu eru tjöld af ýmsum stærðum og gerðum auk annars búnaðar, svo sem sviðs, hljóðkerfis o.fl.
Ef þú veist um einhvern sem er að undirbúa ættarmót, útihátíð, skátamót eða annan þann viðburð sem gæti þurft á svona búnaði að halda ættir þú að benda viðkomandi á Tjaldaleigu skáta. Allar nánari upplýsingar fást á www.tjaldaleiga.is

Bréf frá erlendum skátum.
Good morning,
I am a leader of a Ranger (Girl Guides (Scouts) aged 14-18) travel group coming to Iceland in July 28-30. We would love to do a group exchange or bridging activities with one of your Girl Scout groups. July 28 or 30 works for us best. Let me know if you have any groups that would be interested in this.
Your international Guiding sister, Taralyn

Tölvupóstur hennar er hér.


Vantar þig eitthvað að lesa í rigningunni?
Á skátamálum má finna fundagerðir stjórnar og ráða BÍS. Skoðaðu hvað er að gerast í hreyfingunni.


 

Í þessari viku:

  • Próflokaútilega RS. Fantasíu
  • The Color run
  • Skátamót sumarsins
  • Erlend skátamót í sumar
  • Námskeið fyrir sumarstarfsfólk
  • Endurvinnslusett í öll skátaheimili
  • Tjaldaleigan hefur opnað fyrir sumarið
  • Bréf frá erlendum skátum
  • Lestrarefni í rigningunni
Bandalag íslenskra skáta,