Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

25. ágúst 2015

Lost in the Lava
Skátafélagið Hraunbúar stendur fyrir spennandi viðburði fyrir skáta á aldrinum 15-20 ára næstkomandi helgi. Frekari upplýsingar má finna hér.


Umsóknir um styrki úr Æskulýðssjóð
Opið er fyrir umsóknir til 1. sept. Við hvetjum skátafélögin að sækja um styrk fyrir viðburðum og fræðslu. Nánari upplýsingar hér.

Kynningarvika skátastarfs
Dagana 31. ágúst til 6. september er kynningarvika skátastarfs. Þá verður lögð áhersla á að auglýsa og kynna skátastarfið fyrir þjóðinni. Við hvetjum skátafélög til að nýta sér þann meðbyr og kynna félagið sitt. Í Skátamiðstöðinni er hægt að nálgast veggspjöld og bæklinga til að nýta til kynningar. Frekari upplýsingar má finna hér.

Forsetamerki 2015
Við minnum á að síðustu skil fyrir umsóknir um Forsetamerki er 7. september. Í ár eru það árgangarnir 1996 og 1997 sem geta sótt um. Frekari upplýsingar má finna hér.

Fararstjóri á EuroMiniJam 2016
Alþjóðaráð auglýsir eftir umsóknum. Áhugasamir skili inn umsóknum til Jóns Ingvars Bragasonar, viðburðastjóra BÍS. Í umsókn þarf að koma fram yfirlit yfir skátareynslu, menntun ásmt kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til 15. september. Frekari upplýsingar hér

Endurfundir skáta
Mánudaginn 14. september hefjast Endurfundir skáta á ný eftir sumarleyfi. Við hvetjum alla til að kíkja við, fá súpu og rifja upp gamlar minningar. Frekari upplýsingar má finna hér.

COP21 - tækifæri
Ert þú 18-30 ára? Hefur þú áhuga á loftlagsmálum? Þá er þetta þitt tækifæri. WAGGGS er að leita að fulltrúum til að taka þátt í heimsráðsstefnunni COP21 í París í desember. Umsóknarfrestur er til 1. september. Nánari upplýsingar gefur Jón Ingvar

WAGGGS vinnuhópar
World Association of Girl Guides and Girl Scouts leitar að fólki í vinnuhóp "Gender Task Force". Verkefni snýst um að vinna með kynjahlutverk í skátastarfi og að innleiða verkefni sem snúa að því.
Frekari upplýsingar má fina hér.

Fræðslukvöld Skátamiðstöðvarinnar

Komin er dagskrá fyrir fræðslukvöldin fram að áramótum. Dagskrána má finna hér.


 


 

 

Í þessari viku:

  • Lost in the Lava
  • Umsóknir um styrki úr Æskulýðssjóð
  • Kynningarvika skátastarfs
  • Forsetamerki 2015
  • Fararstjóri á EuroMiniJam 2016
  • Endurfundir skáta
  • COP21 - tækifæri
  • WAGGGS vinnuhópar
  • Fræðslukvöld Skátamiðstöðvarinnar
Bandalag íslenskra skáta,