Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

8. júní 2016

Er þriðjudagur í dag?
Við vorum á kafi í gær og náðum því ekki að koma þriðjudagspóstinum út á réttum degi. Vonandi kemur það ekki að sök.


76. Vormót Hraunbúa 
Um helgina er komið að Hraunbúum að standa fyrir skátamóti. Það verður því mikið um að vera í Krýsuvík. Hvort rigningin lætur sjá sig er stóra spurningin... Frekari upplýsingar hér. 


Útileguhelgi fjölskyldunnar um helgina á Úlfljótsvatni
Núna um helgina er allt að gerast á Úlfljótsvatni því þá verður fyrsta fjölskylduhelgin haldin. Í tilefni af þessu verður gestum tjaldsvæðisins boðin gisting og dagskrá án endurgjalds. Því er um að gera að skella sér austur. Frekari upplýsingar má finna hér.


Auka skyndihjálparnámskeið
Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að hafa annað skyndihjálparnámskeið á þessu vori. Kennt verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku frá 18-22. Enn eru nokkur sæti laus. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Nýr rammi fyrir forsetamerkið
Dagskrárráð hefur undanfarin misseri unnið að nýjum ramma fyrir forsetamerkið. Í haust er í boði fyrir skáta fædda 1997 og 1998 að sækja um. Á næstuni verður sendur út tölvupóstur til skáta á þessum aldri með nýjungum sem teknir verða upp í ár. 

Landsmót skáta 2016
Langar þig til að taka að þér verkefni á Landsmótinu í sumar? Ef svo er þá mátt þú alveg hafa samaband við Sigmar, dagskrárstjóra á netfangið simmi@simmi.is eða í síma 778-9889

Rekka- og róverhelgi á Landsmóti skáta 
Langar þig að taka þátt í rekka- og róverhelginni en kemst ekki á Landsmótið sjálft? Ekki örvænta því þu getur tekið þátt. Nánari upplýsingar má finna hér.

Það eru komnar Muurikkur í Skátabúðina
Mikil bið hefur verið eftir Muurikka pönnum en nú eru þær komnar, glóð volgar úr tollinum. Frekari upplýsingar og pantanir hér.

 

Í þessari viku:

  • Er þriðjudagur í dag?
  • 76. Vormót Hraunbúa
  • Útileguhelgi fjölskyldunnar um helgina
  • Auka skyndihjálparnámskeið
  • Nýr rammi um forsetamerkið
  • Landsmót skáta 2016
  • Rekka- og róverhelgin
  • Muurikkur í Skátabúðinni

Vissir þú...

... að rétt tæplega 100 stjórnendur- og starfsmenn sumarnámskeiða skáta hafa setið á námskeiðum í Skátamiðstöðinni síðustu daga. 
Bandalag íslenskra skáta,