Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

1. mars 2016

Skráning á Skátaþing 2016
Allir sem hyggjast mæta á Skátaþing þurfa að skrá þátttöku sína í gegnum viðburðaskráningu BÍS eigi síðar en föstudaginn 4. mars. Það er ekki nóg að mæta með kjörbréf.


Drekaskátadagurinn 2016 - Skráningu lýkur á miðvikudaginn.
Nú eru síðustu horfur að skrá sig á Drekaskátadaginn. Fjörið verður úti á Álftanesi, sunnudaginn 6. mars. Skátafélagið Svanir eru búnir að vera á fullu að undirbúa skemmtilegan Drekaskátadag. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.


Gögn vegna Skátaþings 2016
Öll gögn vegna Skátaþings eru aðgengileg á heimasíðu þingsins. Athugasemdir við útsend gögn óskast sem fyrst í netfangið julius@skatar.is og eigi síðar en 4. mars til þess að prentuð gögn geti verið eins rétt og mögulegt er.


Aðalfundur Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni
Fundurinn verður haldinn 3. mars kl. 20:00 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123.
Vakin er athygli á því að fundurinn er opinn öllum áhugasömum um starfsemi Útilífsmiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni.


Opin fundur með Joao Armando, formanni heimsstjórnar WOSM
Joao Armando, formaður heimsstjórnar WOSM verður í heimsókn hjá BÍS í þessari viku. Í tilefni af því verður opin fundur í Skátamiðstöðinni, fimmtudaginn 3. mars frá 17:30-18:30 þar sem kostur gefst á að hitta hann og ræða málefni skátastarfs í heiminum.


Landsmót skáta 2016
Átt þú eftir að skrá þig á Landsmót skáta? Ekki láta skemmtilegt skátamót fram hjá þér fara. Landsmóts ævintýrið er núna í sumar. Skráningin er enn opin hér.


Vetrarverkefni
Nú fer að nálgast skilafrestur tvö á vetrarverkefnunum. Fjöldi flokka skilaði inn skemmtilegum myndum og lýsingum á vetrarverkefnum í febrúar. Næsti skilafrestur er 14. mars.
Kynntu þér vetrarverkefnin fyrir Landsmót skáta hér.


Gefins - Gefins
Vantar skátafélaginu fundarborð, skápa, skilrúm eða skrifborð. 
Áhugasamir hafið samband við Torfa hjá Grænum skátum
 

Í þessari viku:

  • Skráning á Skátaþing 2016
  • Skráning á Drekaskátadaginn 2016 lýkur á miðvikudaginn!
  • Gögn vegna Skátaþings 2016
  • Aðalfundur Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni
  • Opinn fundur með Joao Armando, formanni heimsstjórnar WOSM
  • Landsmót skáta 2016
  • Vetrarverkefni Landsmóts
  • Gefins - gefins

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Skáti er ávallt viðbúin/viðbúinn og því þarf að byrja strax í drekaskátunum að kenna fyrstu hjálp. Það skiptir t.d. máli hvernig plástur er settur á sár. Hvernig væri að rifja upp taktana? Skoðaðu verkefnið hér.
Bandalag íslenskra skáta,