Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

25. október 2016

Verndum þau námskeið
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Verndum þau námskeið Æskulýðsvettvangsins sem verður í kvöld (25. október) hér í Skátamiðstöðinni. Ætlast er til þess að allir sem starfa með börnum og ungmennum hafa farið á þetta námskeið. Einnig er það skylda til útskriftar úr Gilwell-leiðtogaþjálfun. Frekari upplýsingar og skráning hér.


Rekka- og róverskátanetið 
Ert þú rekkaskáti í leit að skátastarfi? Ert þú í lítilli skátasveit og vilt tengjast öðrum skátasveitum á Íslandi? Þá ættir þú og þín sveit að vera partur af Rekkaskátanetinu! Nánari upplýsingar má finna hér. Ef þið hafið áhuga getið þið sent tölvupóst á salka@skatar.is fyrir 1. nóvember og skráð ykkur! 

Ef þið viljið vita meira þá verður haldið Rekka- og Róvernets kaffihúsakvöld í kvöld (25. október) klukkan 20:00 í Jötunheimum, skátaheimili Vífla. Þar munum við borða vöfflur og ræða málin.

Fálkaskátadagurinn
Búið er að opna fyrir skráningu á Fálkaskátadaginn sem haldinn verður sunnudaginn 6. nóvember við skátaheimili Kópa. Nánari upplýsingar og skráning hér. 

Skátakórinn
Skátakórinn getur bætt við sig söngröddum. Tökum öllum fagnandi, sérstaklega þó karlaröddum. Spennandi starfsár framundan. Æfingar í Hraunbyrgi kl.20:00 á þriðjudögum. Hlökkum til að sjá þig!

Könnun hjá sakaskrá
Mikilvægt er að allir 18 ára og eldri sem taka þátt í skátastarfi undirriti heimild til BÍS til þess að láta kanna sakaskrá þeirra. Heimildinni þarf síðan að skila til Skátamiðstöðvarinnar innan mánaðar frá undirritun.
Nánari upplýsingar og eyðublaðið má finna hér

Litli Kompás - námskeið
Litli kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist fagfólki í æskulýðsmálum og öllum þeim sem vinna með börnum. Nánari upplýsingar hér. 
Næsta námskeið verður 26. október í félagsheimili KFUM og KFUK, Sunnuhlíð 12 kl. 16.00 – 20.00. Skráning er hafin hér.

Endurfundir skáta - í fóstur?
Tilvalið fyrir skátahópa, gildi eða áhugasama skáta að taka þennan mánaðarlega viðburð að sér!
Endurfundir skáta eru haldnir annan mánudag í mánuði frá september og fram í maí. Fyrirkomulagið hefur verið þannig að boðið er upp á súpu og brauð og oft einhverja kynningu eða innlegg tengt skátastarfi. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á skatar@skatar.is

Stjórnarfundir BÍS
Stjórnarfundir BÍS eru öllum opnir. Næsti stjórnarfundur verður miðvikudaginn 26. október 2016 kl. 17:30-20:00 í fundarsal Skátamiðstöðvarinnar að Hraunbæ 123. Fundarboð næsta fundar má finna hér.

Fjölskyldubúðir á Moot
Í ljósi reynslunnar á síðasta landsmóti og miklum áhuga eldri skáta á Íslandi að vera með í starfsmannabúðum á World Scout Moot á næsta ári, þá langar mótsstjórn að heyra hversu mikilvægt er að fjölskyldubúðir verði í boði fyrir Moot. Við biðjum ykkur því um að svara könnuninni hér, en ákvörðun um fjölskyldubúðir verður tekin á grundvelli svaranna sem berast.
 

Í þessari viku:

  • Verndum þau námskeið
  • Rekka- og róverskátanetið
  • Fálkaskátadagurinn
  • Skátakórinn
  • Könnun hjá sakaskrá
  • Litli Kompás - námskeið
  • Endurfundir skáta - í fóstur?
  • Stjórnarfundir BÍS
  • Fjölskyldubúðir á Moot

Heyrst hefur að það verði nutella á vöflunum í Jötunheimum í kvöld! Er þá ekki tilvalið að mæta og fagna snjónum með rjúkandi kakóbolla og vöfflu. 
 

Bandalag íslenskra skáta,