Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

12. janúar 2016

Gilwell um næstu helgi - Hverjir vilja fá síðustu 3 plássin?
Frábærlega góð skráning er á 1. skref Gilwell um næstu helgi. Fjölbreyttur hópur sem ætlar að leggja í vegferðina. Enn eru 3 pláss laus. Skoðaðu málið hér.


Málþing sveitarforingja 27. janúar
Miðvikudaginn 27. janúar kl. 20:00 stendur dagskrárráð fyrir málþingi sveitarforingja. Þar mun sveitarforingjum gefast tækifæri til að hitta aðra foringja sama aldursstigs til að deila reynslu og hugmyndum. Skoðaðu málþingið betur hér.


Þrettándagleði Gilwell-skólans
Fimmtudaginn 14. janúar ætla Gilwellskátar (nýir sem gamlir) að hittast í skátaheimili Kópa kl. 20.00 og fá sér kakó saman. Sungin verða nokkur lög og nartað í smákökur þess á milli. Fjölmennum og höfum gaman saman.


Skátaþing 2016
Skátaþing verður haldið helgina 11.-13. mars á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjum félagsstjórnir og aðra áhugasama að taka helgina frá. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.


Landsmót skáta 2016 - Gisting
Landsmótið auglýsir eftir umsjónaraðila til að sjá um gistingu fyrir erlenda skáta fyrir og eftir landsmót - áhugasömum er bent á að hafa samband við Jón Ingvar í Skátamiðstöðinni
Mótsstjóri óskast fyrir Drekaskátamót 2016
Með stækkandi móti þarf samstilltan og öflugan hóp til að takast á við skemmtilega áskorun. Drekaskátamótið verður haldið 4.-5. júní 2016. Frekari upplýsingar má fá hjá Döggu í Skátamiðstöðinni. Umsóknarfrestur er til 30. janúar og skal senda umsóknir til dagga@skatar.is 

Verndum þau 21. janúar 
Verndum þau námskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni fimmtudaginn 21. janúar frá 19-22. Allir þeir sem koma að starfi með börnum og ungmennum þurfa að kynna sér þessi málefni. Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.

Drekaskátadagurinn 2016
Að þessu sinni hefur Skátafélagið Svanir tekið að sér að halda drekaskátadaginn þann 5. mars 2016. Við biðjum því drekatemjara landsins (alla vega höfuðborgarsvæðisins) að taka daginn frá. Frekari upplýsingar verða sendar út í byrjun febrúar.

Aðalfundir skátafélaga
Nú er að renna upp tími aðalfunda skátafélaganna. Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar vill minna á að hér er hægt að fá margskonar aðstoð við undirbúning aðalfundar. Við getum veitt aðstoð við gerð ársskýrslu, við gerð ársreikninga, við gerð starfsáætlunar og við gerð fjárhagsáætlunar. Þá viljum við minna á að fundarboð berist Skátamiðstöðinni tímanlega til þess að auka líkur á því að fulltrúi BÍS geti sótt fundinn.

Upplýsingasíður skátafélaganna
Við erum að vinna í upplýsingasíðum skátafélaganna inn á www.skatamal.is. Er þitt félag komið þar inn? 
Ef ekki, endilega hafðu samband á skatar@skatar.is

Í þessari viku:

  • Gilwell um næstu helgi
  • Málþing sveitarforingja 27. janúar
  • Þrettándagleði Gilwell-skólans
  • Skátaþing 2016
  • Landsmót skáta - Gisting
  • Mótsstjóri óskast
  • Verndum þau
  • Drekaskátadagurinn 2016
  • Aðalfundir skátafélaga
  • Upplýsingasíður skátafélaganna

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Sælla er að gefa en þiggja og að sýna þakklæti er mjög mikilvægt að kunna. Skoðaðu þetta skemmtilega verkefni á dagskrárvefnum. 
Bandalag íslenskra skáta,