Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

11. febrúar 2014

Fræðslukvöld: Hugmyndabanki Landsmóts skáta

Fimmtudaginn 20. febrúar verður boðið uppá fræðslukvöldið: Hugmyndabanki Landsmóts skáta. Á landsmóti mætast allir flokkar landsins og frambærilegir flokkar erlendra skáta til þess að eiga saman ógleymanlega viku.  Sambúðin verður að sjálfsögðu í hinu mesta bróðerni, en það skaðar þó ekki að kynda upp örlita samkeppni.
Skátaflokkur Íslands verður því leikvangur heiðarlegrar samkeppni, þar sem skátaflokkarnir keppa í fjölbreyttum greinum.
Í skátastarfi eru engir varamannabekkir, svo keppnisgreinarnar munu höfða til allra skáta, -en þær spanna allt frá forritun til súrrunar.

 
Skátaflokkarnir eiga að sjálfsögðu að undirbúa sig vel fyrir keppnina með því að vinna æfingaverkefni, en það skaðar ekki að fá góðan stuðning frá skátaforingjanum.  Til að undirbúa skátaforingja sem best til þess að styðja við skátana sína býður Inga Auðbjörg, dagskrárstjóri landsmóts, upp á lifandi fund þar sem skátaforingjarnir verða búnir undir keppnisgreinarnar og gerðir að fyrirtaks þjálfurum sem hafa það sem til þarf til að hvetja skátana sína áfram.  Skráning fer fram hér og upplýsingar um Skátaflokk Íslands er að finna hér.

Kveðja, Dagskrárteymi landsmóts

Langar þig að leggja Úlfljótsvatni lið?

Nú leitum við að vösku fólki til að taka til hendinni austur í Undralandinu. Vinahópar og skátahópar eru sérstaklega velkomnir næstu daga og vikur þar sem að mörg verkefni liggja fyrir.
Frekari upplýsingar má finna á facebook síðunni okkar Undralandið okkar: https://www.facebook.com/undralandidokkar
Þeir sem eru ekki að Facebook geta haft samband við Guðmund með tölvupósti á gudmundurf@skatar.is eða hringt í síma 895-2409.
 
Kveðja, Undralendingar
Þér er boðið á kynningu

Erasmus+, ný mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun Evrópusambandsins, er komin á fullt skrið. Við hjá Evrópu unga fólksins bjóðum þér á kynningu í Sigtún 42, fimmtudaginn 13. febrúar frá klukkan 14-16. Þar verður farið yfir þau fjölmörgu tækifæri sem leynast í Erasmus+ fyrir æskulýðsgeirann á Íslandi.

Þú átt erindi á þessa kynningu ef þú starfar með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára eða innan félaga ungs fólks. Farið verður ítarlega í þá styrkjamöguleika og verkefnagerðir sem standa æskulýðsgeiranum til boða og starfsmenn EUF munu sitja fyrir svörum á fundinum.
 
Þetta er tækifærið þitt til að komast almennilega inn í Erasmus+ og fá upplýsingarnar sem þú þarft til að taka þátt í evrópsku æskulýðsstarfi næstu árin!

Skráning fer fram hér: http://bit.ly/1kvpEbz

Kveðja, alþjóðaráð
Keilumót Garðbúa

Þann 23. mars verður gamallkunnur viðburður endurvakin í Keiluhöllinn Öskjuhlíð

Til að mynda lið þarf að safna 4 skátum saman og er þátttökugjaldið 1000,- pr mann í forskráningu.

Veitt verðlaun  í liðakeppni fálka, drótt, rekka, róver, 23+.

Einnig í hæðsta stigaskor einstaklings og búningakeppni.

Vegleg verðlaun frá: Gokart.is, klifurhúsinu, skemmtigarðinum Grafarvogi, Skf. Garðbúum,
Rakarastofan Herramenn, Skátalandi,
 
Skráning fer fram hér
 
Hér má skoða skemmtilegt myndband til kynningar á mótinu
 
Hér má sjá viðburðinn á facebook
 
Kveðja, Mótsnefnd Keilumót Garðbúa
Góðverk gleðja – tökum þátt
 
Góðverkadagar verða haldnir um land allt dagana 17. til 22. febrúar 2014.
Fjöldi mun taka þátt í Góðverkadögunum í ár og er sérstök verkefnabók tilbúin á heimasíðunni www.godverkin.is fyrir skáta, skóla og fyrirtæki.

Markmið Góðverkadaga er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.

Skátar eru hvattir til að hafa samband við skátamiðstöðina ef óskað er eftir aðstoð eða efni vegna verkefnisins.

Góðverkadagar eru einnig á Facebook síðunni Góðverk gleðja 
 
Kveðja, Jón Ingvar
Japan 2015 - kynningar

Flott mæting á jamboree kynningarfund í skátamiðstöðinni í gær, skráningar streyma inn og mikil stemming er að myndast fyrir ferðinni til Japan 2015. Næstu fundir verða:
Skátamiðstöðin Jötunheimar Garðabæ – 11. febrúar kl. 20
Skátamiðstöðin Hraunbæ 123 – 19. ferbrúar kl. 20
Skátaheimilið Selfossi – 20. febrúar kl. 20

Skráningar fara fram hér
 
Kveðja, fararstjórn WSJ 2015
Málþing Útilífsskóla skáta
 
Með hækkandi sólu fer að styttast í enn eitt Útilífsskólasumarið. Útilífsskólinn er mikilvægur hlekkur í starfi skátafélaga og langar okkur að reyna að efla hann enn frekar. Því viljum við bjóða þér að koma og hitta okkur og taka stöðuna, skoða tækifæri og hvað við getum gert til að efla Útilífsskólann enn frekar. Við ætlum að hittast fimmtudagskvöldið 13. febrúar kl 19 í Skátamiðstöðinni.
 
Hlökkum til að sjá sem flesta
“Undirbúningsnefndin”
Ný heimasíða Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni
 
Um þessar mundir er ÚSÚ að færa sig yfir í frábært heimasíðukerfi BÍS. Við vonum að með þessum breytingum verði síðan bæði einfaldari, fallegri og skemmtilegri. Vonandi tekur þessi yfirfærsla sem stystan tíma.

 
Starfsfólk ÚSÚ
Landsmót skáta: Opin fundur á Akureyri
 
Opin fundur um Landsmót skáta 2014 fer fram í Hvammi fimmtudag- inn 20. febrúar kl. 20:00. Fundinum stýra Fríður Finna mótsstjóri og Gunnlaugur Búi tæknistjóri.
Landsmót skáta 2014 fer fram að Hömrum dagana 20.-27. júlí.  Allir þeir sem hafa áhuga á að koma að undirbúningi eða framkvæmd mótsins, eða vilja leggja sitt af mörkum í hugmyndavinnu fyrir mótið eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn. Að mörgu þarf að hyggja og margs konar verkefni  í boði, stór og smá. Allir ættu því að geta fundið sér verkefni eða vettvang við hæfi! Einnig er þetta tilvalið tækifæri til að koma og heyra meira um landsmótið og undirbúning þess. Við hvetjum alla til að mæta, og tryggja aðkomu heimamanna í þessum stóra viðburði!
 
Hlökkum til að sjá ykkur.
 
Mótsstjórn
Nýtt eyðublað til öflunar upplýsinga úr Sakaskrá.
 
Að höfðu samráði við skrifstofu Sakaskrár hefur verið útbúið nýtt eyðublað til að nota við öflun heimilda til BÍS til að fá upplýsingar úr Sakaskrá.
Það er mikilvægt að skátafélög noti þetta eyðublað en ekki önnur við öflun þessara heimilda vegna þess að Sakaskrá mun ekki svara beiðnum sem berast á öðrum eyðublöðum hér eftir. Eyðublaðið er meðfylgjandi og er einnig á Skátavefnum http://skatamal.is/um_okkur/abyrgt-skatastarf
Það er rétt af þessu tilefni að ítreka nauðsyn þess að ALLIR 18 ára og eldri sem starfa með börnum í skátastarfi skili svona heimild árlega. Þetta er ekki gert vegna þess að skátahreyfingin vantreysti þeim sem vilja liðsinna henni með sjálfboðastörfum, því sem betur fer hefur ekki þurft að vísa neinum frá vegna þess að könnun okkar á Sakaskrá viðkomandi hafi sýnt eitthvað sem er óæskilegt. Tilgangur þessarar könnunar er fyrst og fremst tvíþættur, annars vegar er líklegt að þetta letji þá sem við viljum ekki fá til starfa frá því að bjóða sig fram og hins vegar stöndum við betur gagnvart foreldrum og samfélaginu ef óæskileg hegðun á sér stað í skátastarfi og við getum sagt að við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir hana.
Í hverju eru breytingarnar fólgnar?
Fyrir utan smá mun í uppsetningu þá er megin breytingin sú að nú er einungis óskað eftir upplýsingum úr Sakaskrá vegna tveggja brotaflokka í stað þriggja áður.
Sá brotaflokkur sem fellur út er „Önnur ofbeldisbrot skv. 23. og 24. kafla almennra hegningarlaga“
Textinn sem breytist var svona:
„Undirritaður veitir Bandalagi íslenskra skáta heimild til að leita eftir fullu sakarvottorði hjá Sakaskrá ríkisins og geri mér grein fyrir að þar muni verða horft til eftirtalinna brotaflokka:
1. Kynferðisbrot skv. 22. kafla almennra hegningarlaga (engin tímatakmörk).
2. Önnur ofbeldisbrot skv. 23. og 24. kafla almennra hegningarlaga, þ.e. refsidóma síðustu 5 ár en síðustu 3 ár varðandi aðrar niðurstöður mála.
3. Brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, þ.e. refsidóma síðustu 5 ár en síðustu 3 ár varðandi aðrar niðurstöður mála. „
En verður svona:
„Undirrituð/undirritaður veitir hér með Bandalagi íslenskra skáta heimild til að leita eftir upplýsingum hjá Sakaskrá ríkisins hvort viðkomandi hefur hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða brota á ákvæðum laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum.“
Ef skátafélög vilja upplýsingar um brot skv. 22 og 23 köflum almennra hegningarlaga þá þarf að kaupa almennt sakavottorð.
Þessar breytingar eru gerðar vegna þess að Sakaksrá telur sig ekki hafa heimild til þess að veita æskulýðsfélögum þessa þjónustu nema vegna ákvæða í æskulýðslögum þar sem þeir brotaflokkar sem nú eru skoðaðir eru tilgreindir.
Skátafélög hafa spurt hvort nauðsynlegt sé að safna þessum blöðum saman árlega og því miður er það svo. Sakaskrá vill ekki vakta þær kennitölur sem við öflum, þannig að eina leiðin er að afla svona heimildar árlega og senda til Sakarskrár. Sennilega er einfaldast að gera þetta að einu af verkefnum fyrsta fundar félagsráðsins á hverju hausti og fá svo svona undirskrift í hvert sinn sem einhver nýr fullorðinn bætist í hópinn. Með því móti verður þetta vonandi sjálfsagður hlutur sem fólk kippir sér ekki upp við að framkvæma.
 
Nánari upplýsingar veitir Júlíus

 

 

Í þessari viku:

 • Snjallráð vikunnar
 • Fræðslukvöld; Hugmyndabanki Landsmóts Skáta
 • Leggðu Úlfljótsvatni lið
 • Erasmus+ kynning
 • Keilumót Garðbúa
 • Góðverk gleðja
 • Japan 2015 - kynningar
 • Málþing Útilífsskóla skáta
 • Ný heimasíða ÚSÚ
 • Opin Landsmótsfundur á Akureyri
 • Nýtt eðublað til öflunar upplýsinga úr sakaskrá

 

Á dagskránni:

11/2

Jamboree 2015 kynning i Garðabæ

15/2

Félagsforingjarundur

17/2-22/2

Góðverkadagar

Sjá fleiri viðburði hér
 

Snjallráð vikunnar

1-1-2 dagurinn er í dag 11. feb.
Endilega nýtið ykkur umfjöllun í fjölmiðlum og sniðugt er að kenna skátum t.d. að hringja í neyðarlínuna. 
Bandalag íslenskra skáta,