Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

25. mars 2014

Starfsdagur hjá starfsfólki Skátamiðstöðvarinnar
 
Föstudaginn næsta, 28. mars, verður Skátamiðstöðin lokuð því starfsfólkið ætlar að stilla saman strengi fyrir komandi Skátaþing.
Móttaka endurvinnslunnar verður þó opin eins og venjulega frá 12:00-18:00
 
Kveðja, Dagga
Ds Vitleysa – hver að verða síðastur
Skráning gengur vel á DS vitleysu sem haldin verður um næstu helgi. Skráningu lokar á föstudag þannig að hver er að verða síðastur  skrá sig. Ekki missa af þessu flotta viðburði.

 
Kveðja, Jón Ingvar
Ætlar þú að mæta á skátaþing?
 
Mundu að skrá þig tímalega. Skráningu lýkur 1. apríl og fer fram á skráningarvefnum okkar, www.skatar.is/vidburdaskraning
 
Kv. Dagga
 Síðasta útkall á þjóðfund ungs fólks!
 
Enn eru örfá pláss laus á norrænan þjóðfund ungs fólks (18 – 25 ára) sem haldinn verður 5. apríl kl. 9 – 17 á Hilton Nordica. Niðurstöður fundarins verða sérstaklega kynntar norrænum ríkisstjórnum og Norrænu ráðherranefndinni.
:: Smellið hér fyrir frekari upplýsingar á Skátamálum.

Kveðja, Ingibjörg
Skátaþing – upplýsingasíða

Á Skátamálum er hægt að finna upplýsingasíðu skátaþings 2014. Þar inni er tenging á öll gögn er varðar þingið og sér kynningarsíðu frambjóðenda vegna þingsins. Vakin er athygli á því að sjálfkjörið er í flest embætti, í framboði til ungmennaráðs eru 6 einstaklingar í 4 sæti. Í formann upplýsingaráðs eru 2 einstklingar í 1 sæti.

Kveðja, Jón Ingvar
Gilwell-leiðtogaþjálfun

Skref 2 af 5, Markmið og leiðir í skátastarfi, verður haldið í Skátamiðstöðinni laugardaginn 12. apríl 2014 frá kl. 09.00-17:00. Búið er að opna fyrir skráningu á skráningarvefnum.
Frekari upplýsingar veitir Dagga í síma 550-9800 eða á skatar@skatar.is

Kveðja, Gilwell-teymið 
Umsóknir í Æskulýðssjóð til 1. apríl

Opið er fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð til 1. apríl. Við hvetjum skátafélög til að sækja um fyrir verkefni sem framundan eru. Frekari upplýsingar má finna hér: http://rannis.is/rannisdagatalid/2014/04/umsoknarfrestur-aeskulydssjods/
Ef þú villt skoða síðustu úthlutun má finna hana hér: http://rannis.is/frettir/2014/03/fyrsta-uthlutun-ur-aeskulydssjodi-2014/

Kveðja, Júlíus og Nanna
Landsmót skáta – valdagskrá

Af ýmsum tæknilegum orsökum hefur en dregist að birta valdagskrá Landsmóts skáta. Verið er að vinna í síðustu leiðréttingum svo að hægt sé að birta valdagskrána vonandi seinna í vikunni. Mótsstjórn biðst afsökunar á þessu en lofar flottir og skemmtilegri valdagskrá flokka.

Kveðja, Mótsstjórn Landsmóts skáta
Jamboree í Japan

Forskráningu vegna ferðar á Jamboree í Japan er lokið og opnað hefur verið fyrir formlega skráningu á www.jamboree2015.skatar.is. Nú þegar hafa 50 manns skráð sig í ferðina en opið verður fyrir skráningu eitthvað fram á sumar.

Kveðja, Jón Ingvar
Slástu í hóp sjálfboðaliða Landsmóts skáta

Mótsstjórn hefur sent út opið kall eftir sjálfboðaliðum við ýmis verkefni vegna mótsins. Kíktu á http://goo.gl/fG9yZG  og skráðu þig í verkefni við hæfi, hvort sem það er smátt eða stórt. Hlökkum til að sjá þig og vinna með í undirbúningi mótsins.

Kveðja, Mótsstjórn. 

 

Í þessari viku:

 • Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti
 • Niðurstöður úr könnun um skátaheit
 • Skil gagna fyrir skátaþing
 • Aðstoð til skátafélaga
 • Þjóðfundur unga fólksins 
 • Tækifæri fyrir skátafélög
 • Aðalfundir Skátafélaga
 • Agora
 • Skátaþing - lagabreytingar
 • Jamboree í Japan
 • Skátaþing á skátamálum
 • Snjállráð vikunnar

Á dagskránni:

25/3
DS. Vitleysa

29/3
Gilwell - Viðburðastjónun / Verkefnastjórnun

1/4
Skil á þátttökutilkynningum til Skátaþings


Skoða fleiri viðburði.

Snjallráð vikunnar

Mundu að þvo skátaskyrtuna fyrir Skátaþing.
 
Bandalag íslenskra skáta,