Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

14. júlí 2015

Íslenskir skátar á ferð og flugi
Í sumar eru margir íslenskir skátar að ferðast á erlenda skátaviðburði. Stærsti hópurinn er að fara á Heimsmót skáta í Japan, eða 84 skátar. Einnig er hópur í Bretlandi þessa dagana og annar á leiðinni þangað og Stígandi er á leið til Þýskalands. Frétt um "Skáta á ferð og flugi" má lesa á Skátamálum


Haustið nálgast
Væntanlega eru skátafélögin farin að hugsa um hvernig á að kynna starfið í haust. Upplýsingaráð er löngu farin að huga að kynningarviku og á næstu dögum fer tölvupóstur til skátafélaga þar sem hugmyndir eru kynntar og félögin beðin um að segja hvað þau vilja. Skátamiðstöðin biður því félagsforingja og starfsmenn að fylgjast með tölvupóstinum og taka glöð á móti sendingunni.


Starfsmaður óskast
Skátafélagið Vífill í Garðabæ óskar eftir að ráða starfsmann til félagsins. Starfshlutfall er u.þ.b. 60%. Starfsmaður hefur viðveru á fundartíma skátasveita, sinnir innra starfi félagsins í nánu samstarfi við stjórn, Skrifstofustörfum, símsvörun og hefur umsjón með húsnæði og eigum félagsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í lok ágúst. Umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá félagsforingja Vífils, Hafdísi Báru Kristmundsdóttur á vifill@vifill.is 

Sumar-Gilwell með ævintýrabrag.
Færni, fræðsla og fjör frá 21. - 23. ágúst á Úlfljótsvatni
Skref 1 og 2 í bland við tjaldbúð og tjaldbúðarvinnu, útieldun, upplifun og útivist. Skráning stendur yfir. Frekari upplýsingar hér.

Skátapepporee fyrir drótt- og rekkaskáta
Verður haldið í fyrsta skipti 12.-16. ágúst á Úlfljótsvatni. Tjaldbúðarlíf, töfrar Úlfljótsvatns, og spennandi samvera.
Við hvetjum skátafélögin til að minna sína skáta á þennan skemmtilega viðburð.
Frekari upplýsingar og skráning hér.

WOSM Europe
Evrópustjórn skáta leitar að hressum skátum í vinnuhópa frá 2016-2019. Ef þú hefur áhuga á að bjóða fram krafta þín, hafðu þá samband við Jón Ingvar í Skátamiðstöðinni sem gefur nánari upplýsingar.

Óreglulegur Þriðjudagspóstur
Við minnum á að þriðjudagspósturinn kemur óreglulega út yfir sumartíman. Ef þið eru með efni sem á erindi í þriðjudagspóstinn þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is.


 

 

Í þessari viku:

  • Íslenskir skátar á ferð og flugi
  • Haustið nálgast
  • Starfsmaður óskast
  • Sumar-Gilwell með ævintýrabrag
  • Skátapepporee
  • WOSM Europe
  • Óreglulegur þriðjudagspóstur
Bandalag íslenskra skáta,