Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

6. september 2016

Nóri félagatal
Í síðustu viku var tekið í gagnið nýtt félagatal hjá skátunum. Þó nokkur félög eiga eftir að setja upp sín námskeið og opna þar með fyrir skráningu í skátastarfið í vetur. Ef þið eru í vandræðum hvetjum við ykkur til að hafa samband sem fyrst í síma 550-9800 eða á skatar@skatar.is


Endurmat Landsmót skáta 2016
Búið er að senda út tölvupóst til fararstjórna og félagsforingja með endurmatskönnun. Ef þú fékkst ekki póstinn þá getur þú nálgast könnunina hér:

Nýtt fólk í Skátamiðstöðinni
Starfshópur Skátamiðstöðvarinnar hefur fengið liðsstyrk: Salka Guðmundsdóttir, Daníel Másson og franskir sjálfboðaliðar. 
Nánari upplýsingar hér.

Auður Djúpúðga 2017
Ert þú rekkaskáti sem þyrstir í spennandi ævintýri?
Auður djúpúðga er leiðangur fyrir rekkaskáta til Írlands í páskafríinu 2017. Farið verður í leiðangur í nágrenni Dublin með írskum skátum.
Umsóknir um þátttöku í leiðangrinum berist til Júlíusar í Skátamiðstöðinni julius@skatar.is eigi síðar en 15. september.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Endurfundir skáta
Mánudaginn næsta ætlum við að hita súpupottinn í fyrsta sinn þetta haustið.
Húsið opnar að venju kl. 11:30 og súpan er borin fram kl. 12:00.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nánari upplýsingar hér

Rekkaskátar á Bessastöðum
Nú eru aðeins 6 dagar í að umsóknarfrestur fyrir Forsetamerkið 2016 rennur út, en það er á hádegi 12. september 
Frekari upplýsingar um umsóknirnar og kröfurnar má finna hér.

Fræðslukvöld - Hvatakerfið
Fyrsta fræðslukvöld haustsins er tileinkað hvatakerfinu okkar. Hvernig væri að skella sér og kynna sér hvað allir þessir límmiðar eru að tákna.
Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Gilwell 1. skref 
Þann 1. október n.k. verður farið af stað með nýjan hóp á Gilwell-vegferðinni. Nú þegar er skráning mjög góð. Ekki bíða því námskeiðið gæti fyllst.
Frekari upplýsingar og skráning hér.

Bland í poka
Bland í poka verður haldið á Laugum í Sælingsdal dagana 7.-9. október. Á viðburðinum verða í boði fjölbreyttar smiðjur fyrir stjórnir skátafélaga, sveitarforingja og rekkaskáta.
Nánari upplýsingar um dagskrána koma í næstu viku.
Það er um að gera að skrá sig sem fyrst til þátttöku því húsrými er takmarkað. Skráning fer fram hér.


Í þessari viku:

  • Nóri félagatal
  • Endurmat Landsmót skáta 2016
  • Nýtt fólk í Skátamiðstöðinni
  • Auður Djúpúðga 2017
  • Endurfundir skáta
  • Rekkaskátar á Bessastöðum
  • Fræðslukvöld - Hvatakerfið
  • Gilwell 1. skref 
  • Bland í poka

Psst..

Heyrst hefur að Mosverjar séu búnir að festa kaup á nýju skátaheimili að Álafossvegi 18. 
Bandalag íslenskra skáta,