Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

22. nóvember 2016

Sígræn jólatré
Salan á Sígrænum jólatrjám er byrjuð í Skátamiðstöðinni. Einnig er komin í loftið heimasíða þar sem hægt er að kaupa jólatrén sívinsælu. Síðuna má finna hér. 


Kakókvöld í Kvosinni
Rekkaskátar í Mosverjum vilja bjóða öllum rekkaskátum og eldri (já, líka fullorðnum) til kakókvölds í Álafosskvosinni 22. desember. Kveiktur verður varðeldur, kakó hitað í risapotti og smjattað á smákökum í takt við snarkið í eldinum. Tekið verður í gítar og hver má syngja með sínu nefi...
Hlökkum til að sjá ykkur.

Ertu búin að skrá þig á Moot?
Skráning á Moot er í fullum gangi og núna hafa 110 manns skráð sig. Skráningu lýkur 30.  nóvember. Skráðu þig strax í dag hér: http://www.cvent.com/d/0fqrd3

Á Norðurslóð
Dróttskáti? Eða kannski rekkaskáti? Viltu njóta jólafrísins með skemmtilegu fólki? Fílarðu piparkökur og kakó? Tékkaðu á Norðurslóð, heitasta viðburði norðan Alpafjallanna. Nánari upplýsingar hér. 

Aðventa í Undralandi
Við minnum á jólahlaðborðin og fjölskyldustundirnar á Úlfljótsvatni. Frábært tækifæri fyrir skátahópa, vinahópa, fjölskyldur og fleiri til að njóta samveru fyrir hátíðirnar og borða góðan mat. Nánari upplýsingar hér.

Skyndihjálparnámskeið
14.-15. janúar verður 12 klst. skyndihjálparnámskeið í Skátamiðstöðinni fyrir 16 ára og eldri. Þetta námskeið er metið til eininga í framhaldsskólum. Frekari upplýsingar og skráning hér. 

Undirbúningshópur skáta á Rowerway 2018
Alþjóðaráð auglýsir eftir áhugasömum skátum sem vilja undirbúa og kynna ferð íslenskra skáta á Roverway í Hollandi 2018. Umsækjendur þurfa að vera 23 ára eða eldri. Upplýsingar um mótið má finna hér. Nánari upplýsingar veitir Júlíus í Skátamiðstöðinni. 

Í þessari viku:

  • Sígræn jólatré
  • Kakókvöld í Kvosinni
  • Ertu búin að skrá þig á Moot?
  • Á Norðurslóð
  • Aðventa í Undralandi
  • Skyndihjálparnámskeið
  • Undirbúningshópur skáta á Rowerway 2018

Danni segir að það séu aðeins 33 dagar til jóla...
 

Bandalag íslenskra skáta,