Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

13. október 2014

Verndum þau á fræðslukvöldi fimmtudaginn 16. okt. kl. 18.30

Verndum þau - námskeið um barnaverndarmál verður haldið á fræðslukvöldi í Skátamiðstöðinni fimmtudaginn 16. október kl. 18.30 - 21.30 ATH.BREYTTAN TÍMA. Ætlast er til þess að allir sveitarforingjar og aðrir sjálfboðaliðar sem vinna með börnum fari á þetta námskeið, auk þess sem námskeiðið er hluti námsbrautar í Gilwell – leiðtogaþjálfun. Skráning hér.

Kveðja, Ingibjörg


Fálkaskátadagurinn 2. nóvember  

Verður fálkaskátasveitin ykkar með?  
Skátafélagið Landnemar ætla að stjórna viðburðinum í ár með dyggri aðstoð annarra skátafélaga í Reykjavík. Ratleikur með strætó og spennu, leikir og fjör. Hvaða fálkaskátasveit vinnur? Við hvetjum allar Fálkaskátasveitir á suðvestur horninu til að taka þátt (einnig aðrar ef þær sjá sér fært að koma) Frekari upplýsingar má finna hér.  Skráning er hafin!  

Kveðja, Dagskrárráð


Næsta úthlutun í Æskulýðssjóð er 1. Nóvember. 

Þar gefst skátafélögum tækifæri á að sækja um styrki í sérstök verkefni sem eru unnin fyrir börn og ungmenni og/með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungum og þróunarverkefnum og í samstarfsverkefni á milli æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Æskulýðssjóður er með fjórar úthlutanir á ári og eru 11M í pottinum. Ég hvet skátafélög til að nýta tækifærin og sækja a.m.k. um styrk í innleiðingu á starfsgrunni skáta og þjálfun sjálfboðaliða (Gilwell þjálfun). Jafnframt er þetta kjörið tækifæri fyrir rekka- og róverskáta að koma upp með nýjar hugmyndir af verkefnum og fjármagna þau í gegnum þennan sjóð. Hægt er að fá aðstoð í Skátamiðstöðinni við styrkumsóknargerð. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr Æskulýðssjóði að fengnum tillögum stjórnar Æskulýðssjóðs.

Með skátakveðju, Hermann

Víkinganámskeið fyrir Drótt-, og rekkaskáta

Nú er skráning í fullum gangi fyrir Víkinganámskeið drótt- og rekkaskáta.
Námskeiðið fer fram helgina 17.-19. október að Úlfljótsvatni. Farið verður í notkun boga og allir læra að skjóta í mark. Boðið verður upp á víkingaverkefni í leðurvinnu og öðru handverki ásamt því að þátttakendur læra víkingaleiki sem þeir geta svo haft með sér heim í félag. Námskeiðið kostar aðeins 7.900 kr. og inni í því er allur matur, gisting og rúta. Skráning fer fram hér: www.skatar.is/vidburdaskraning

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ

Heimsmót í heimabyggð JOTA-JOTI

Alþjóðlega skátamótið JOTA-JOTI verður haldið um allan heim dagana 17.-19. október. Laugardaginn 18. október opna dyr Jötunheima, skátaheimili Vífils í Gærðabæ. Og boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá í tilefni dagsins. Ekki er þörf á því að mæta á staðin heldur geta allir tekið þátt með því að skrá flokkinn á world-jotajoti.org

Takið daginn frá því þetta er frábært tækifæri til þess að taka þátt í skemmtilegu skátastarfi og komast í samband við erlenda skáta í leiðinni.

Kveðja, Alþjóðaráð

Heiðabúar leita að starfsmanni

Skátafélagið Heiðabúar auglýsir eftir öflumgum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns félagsins starfsárið 2014-2015. Nánari upplýsingar má finna hér

Kveðja, Heiðabúar

Vefsíða um lagamál

Á skátaþingi 2014 var samþykkt að fresta umræðu og afgreiðslu frumvaps til nýrra laga BÍS og málinu vísað til milliþinganefndar sem hefur starfað síðan í maí.
Sett hefur verið upp vefsíða til upplýsingar fyrir skáta um störf milliþingsnefndarinnar. Á henni má finna alls konar fróðleik og upplýsingar um störf nefndarinnar. Einnig má finna á síðunni hnappur til að koma athugasemdum til nefndarinnar.

Kveðja, Milliþingsnefnd um lagamál


 

Í þessari viku:

  • Verndum þau - Fræðslukvöld
  • Fálkaskátadagurinn 2. nóvember
  • Æskulýðssjóður 1. nóvember
  • Víkinganámskeið á ÚSÚ
  • Heimsmót í heimabyggð
  • Heiðabúar leita að starfsmanni
  • Vefsíða um lagamál

Snjallráð vikunnar

Jól í skókassa er skemmtilega gefandi verkefni fyrir skáta á öllum aldri. Skoðið verkefnið hér.

 
Bandalag íslenskra skáta,