Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

6. desember 2016

Kakókvöld í Kvosinni 22. desember
Langar þig að stinga af í smá stund frá jólastressinu? Setjast út í varðeldabrekku með kakóbolla og raula nokkur skátalög? Hvernig væri þá að skella sér á Kakókvöld í Kvosinni? Skoðaðu málið hér og meldaðu þig hér.


Aðventa í Undralandi
Við minnum á jólahlaðborðin og fjölskyldustundirnar á Úlfljótsvatni. Frábært tækifæri fyrir skátahópa, vinahópa, fjölskyldur og fleiri til að njóta samveru fyrir hátíðarnar og borða góðan mat. Sjá nánar hér.

Jólaendurfundir skáta
Mánudaginn 12. desember er komið að Jólaendurfundum í Skátamiðstöðinni. Jólagrautur, jólasíld, jólabókaupplestur og vinafundir. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og grauturinn borinn fram kl. 12:00. Hlökkum til að sjá ykkur.

Vítamínkvöld 2017
Verið er að setja niður plan fyrir vítamínkvöldin/fræðslukvöld Skátamiðstöðvarinnar fyrir árið 2017. Ert þú með hugmynd sem þig langar að sjá á listanum? Sendu okkur línu á dagga@skatar.is 

Skyndihjálparnámskeið í janúar
Hefur þú endurnýjað skyndihjálparkunnáttu þína nýlega? Hefur þú kannski aldrei farið á skyndihjálparnámskeið? Það eiga allir að vera með skyndihjálpina á hreinu. Þetta er 12 klst. viðurkennt skyndihjálparnámskeið sem metið er til eininga í framhaldsskólum. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Könnun hjá sakaskrá
Mikilvægt er að allir 18 ára og eldri sem taka þátt í skátastarfi undirriti heimild til BÍS til þess að láta kanna sakaskrá þeirra. Heimildinni þarf síðan að skila til Skátamiðstöðvarinnar innan mánaðar frá undirritun.
Nánari upplýsingar og eyðublaðið má finna hér

Gilwell - Nýr hópur að fara af stað
Langar þig að slást í hópinn? 14. janúar leggur nýr hópur af stað í vegferðina. Gilwell 1. skref, Skátaaðferðin og starfsgrunnur skáta, í Skátamiðstöðinni. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Á Norðurslóð
Dróttskáti? Eða kannski rekkaskáti? Viltu njóta jólafrísins með skemmtilegu fólki? Fílarðu piparkökur og kakó? Tékkaðu á Norðurslóð, heitasta viðburði norðan Alpafjalla. Nánari upplýsingar hér. 

Stjórnarfundir BÍS
Stjórnarfundir BÍS eru öllum opnir. Næsti stjórnarfundur verður miðvikudaginn 7. desember 2016 kl. 17:30-20:00 í fundarsal Skátamiðstöðvarinnar að Hraunbæ 123. 

Félagsforingjafundur 4. febrúar Félagsforingjafundur verður haldinn á Hvammstanga laugardaginn 4. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um tímasetningu og dagskrá verða sendar út á næstunni og þá verður opnað fyrir skráningu. Félagsforingjar eru hvattir til þess að taka daginn frá.

Bland í poka 2017
Bland í poka verður haldið á Hvammstanga 3.-5. febrúar 2017. Viðburðurinn verður að mestu með hefðbundnu sniði, þó einnig verði eitthvað nýtt og skemmtilegt. Ýmislegt hefur verið gert til þess að halda kostnaði í lágmarki og hefur þátttökugjaldið verið ákveðið kr. 7.999,- Nánari upplýsingar eru væntanlegar á næstu vikum og þá mun skráning einnig opna.


 

 

Í þessari viku:

 • Kakókvöld í Kvosinni
 • Aðventa í Undralandi
 • Jólaendurfundir skáta
 • Vítamínkvöld 2017
 • Skyndihjálparnámskeið í janúar
 • Könnun hjá Sakaskrá
 • Gilwell- nýr hópur að fara af stað
 • Á Norðurslóð
 • Stjórnarfundur BÍS
 • Félagsforingjafundur
 • Bland í poka

Heyrst hefur að Salka sé á ráðstefnu þessa vikuna og því allt í hers höndum í afgreiðslunni í Skátamiðstöðinni...

Bandalag íslenskra skáta,