Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

27. október 2015

Fálkaskátadagurinn á sunnudaginn

Mosverjar eru á fullu að undirbúa innrás fálkaskáta í Mosfellsbæinn. Eru þínir fálkaskátar búnir að skrá sig? Frekari upplýsingar má finna hér.


Verndum þau á Blönduósi á fimmtudaginn

Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir Verndum þau námskeiði á Blönduósi. Við hvetjum alla skáta að norðan að nýta tækifærið. Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má finna hér.


Afmælisveisla á Sólheimum

Í tilefni af 30 ára afmæli skátafélags Sólheima verður slegið upp dúndur kvöldvöku kl. 17:00 laugardaginn 31. október n.k. Allir hjartanlega velkomnir að koma og taka þátt og samgleðjast með heimamönnum í tilefni þessara tímamóta.


Roverway - Roverway

Við hvetjum alla sem verða 16 ára næsta sumar og eldri að taka frá þriðjudagskvöldið 10. nóvember fyrir kynningarkvöld fyrir Roverway 2015. Upplýsingar um mótið má finna hér. Einnig má hafa samband við okkur í tölvupósti á marta@soffi.com og liljamar@skatar.is varðandi fyrirspurnir.


Fræðasetur skáta tekur þátt í Safnahelgi

Dagana 30. október til 1. nóvember fer fram hin árlega Safnahelgi á Suðurlandi. Af þessu tilefni opna söfnin á svæðinu dyr sínar og standa fyrir skemmtilegum uppákomum. Fræðasetur skáta er að sjálfsögðu þátttakandi í verkefninu og verður setrið við Ljósafoss opið laugardag og sunnudag frá kl. 12.-16.


Verndum þau á vesturlandi

Þann 4. nóvember verður námskeiðið haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ, Búðardal. Um að gera fyrir Stíganda, Örninn og jafnvel fleiri félög að nota tækifærið. Upplýsingar og skráning hér.

Rödd ungra skáta - RUS

Rekka- og róverskátaviðburður á Akranesi helgina 6.-8. nóvember. Útlit er fyrir frábæra helgi sem inniheldur hinar ýmsu kynningar frá félagasamtökum, hópefli, frábær félagsskapur og margt fleira. Nánari upplýsingar og skráning hér.


Stjörnuskoðun á fræðslukvöldi

Fræðslukvöldið í nóvember er tileinkað stjörnunum... Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness ætlar að koma og fræða okkur. Takið kvöldið frá og skráið ykkur strax. Nánari upplýsingar og skráning hér.


Gilwell - leiðtogaþjálfun skref 4 af 5

Búið er að opna fyrir skráningu á 4. skrefið þann 21. nóvember og vonandi eru flestir komnir vel áleiðis í 3. skrefs verkefninu sínu. Frekari upplýsingar og skráning hér. Einnig er um að gera að vera í sambandi við mentorinn sinn.
 

Í þessari viku:

  • Fálkaskátadagurinn á sunnudaginn
  • Verndum þau á Blönduósi
  • Afmælisveisla á Sólheimum
  • Roverway - Roverway
  • Fræðasetur skáta tekur þátt í safnahelgi
  • Verndum þau á vesturlandi
  • RUS
  • Stjörnuskoðun á fræðslukvöldi
  • Gilwell 4.skref
Bandalag íslenskra skáta,