Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

1. September 2015

Kynningarvika Skátanna er komin á fullt
Er þitt félag ekki örugglega búið að uppfæra upplýsingar á heimasíðu og/eða facebooksíðu félagsins. Frekari upplýsingar um kynningarvikuna má finna hér.


Róverway: Komdu með!
Skráning í ferð á Roverway í Frakklandi er hafin. Mótið er í ágúst og er fyrir rekka- og róverskáta. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Ekki missa af Bland í poka 2015
Vítamínsprauta að Laugum í Sælingsdal 2.-4. október. Boðið verður upp á örnámskeið, kynningarog hópefli. Tilvalið fyrir stjórn, sveitarforinga og sjálfboðaliða að skella sér.
Upplýsingar og skráning hér.

BiTriMulti
Hefur þú áhuga á að öðlast betri skilning á umsóknarferli Erasmus+? Boðið er uppá námskeið í desember í Hollandi þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér eða hjá Jóni Ingvari

Langar þig að læra að tálga í alvöru?
Fræðslukvöld septembermánaðar ber nafnið Emil fór í Smiðjukrókinn og einmitt kennsla í að tálga. Claus Hermann Magnússon ætlar að kenna okkur að beita hnífnum og skapa eitthvað skemmtilegt. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Síðasti skiladagur fyrir Forsetamerki
Við minnum á að síðustu skil fyrir umsóknir um Forsetamerki er 7. september. Í ár eru það árgangarnir 1996 og 1997 sem geta sótt um. Frekari upplýsingar má finna hér
Endurfundir skáta
Mánudaginn 14. september hefjast Endurfundir skáta á ný eftir sumarleyfi. Við hvetjum alla til að kíkja við, fá súpu og rifja upp gamlar minningar. Frekari upplýsingar má finna hér.

Gilwell - leiðtogaþjálfun skref 1 af 5, 10. október
Tækifæri fyrir 18 ára og eldri til að dýpka skilning sinn á skátaaðferðinni og skátadagskránni. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Í þessari viku:

  • Kynningarvika Skátanna er komin á fullt
  • Róverway: Komdu með!
  • Ekki missa af Bland í poka 2015
  • BiTriMulti
  • Langar þig að læra að tálga í alvöru
  • Síðasti skiladagur fyrir Forsetamerki
  • Endurfundir skáta
  • Gilwell - leiðtogaþjálfun, skref 1 af 5
Bandalag íslenskra skáta,