Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

29. mars 2016

Félagsstjórnarnámskeið núna á laugardaginn
Minnum á félagsstjórnarnámskeiðið sem haldið verður í Skátamiðstöðinni á laugardaginn frá 10-15. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.


DS Vitleysa um helgina
Skráning á DS Vitleysu fyrir dróttskáta er í fullum gangi en Vitleysan fer fram núna um helgina 1.-3. apríl. Eru þínir dróttskátar búnir að skrá sig? Frekari upplýsingar og skráning hér.


Leiðbeinendanámskeið - Gilwell framhaldsnámskeið
Langar þig að verða góður leiðbeinandi? Nú gefst þér einstakt tækifæri til að fá faglega þjálfun í leiðbeinendastörfum. Námskeiðið verður haldið dagana 9. og 23. apríl í Skátamiðstöðinni. Kíktu á upplýsingar um námskeiðið hér


RS Gangan 2016
RS Gangan er bráðskemmtileg göngukeppni fyrir rekka- og róverskáta. Að þessu sinni verður hún haldin á Hellisheiði 8.-10. apríl n.k. Ekki láta ykkur vanta á þennan frábæra viðburð! Frekari upplýsingar og skráning hér.


Skráningu að ljúka á Landsmót skáta 2016
Átt þú eftir að skrá þig? Nú er síðasti séns á að skrá sig á Landsmót skáta því síðasti skráningardagur er 31. mars 2016. Skelltu inn skráningu núna.

Gilwell-leiðtogaþjálfun
4. skref verður haldið laugardaginn 16. apríl í Skátamiðstöðinni. Þeim nemum sem eiga eftir að skila af sér 3. skrefi er bent á að fara að huga að þeim málum. Frekari upplýsingar og skráning á 4. skref má finna hér.

Ekki meir - vinnum gegn einelti
Námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins verður haldið í Dalvíkurskóla, Dalvík, 5. apríl frá 20:00-21:30. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér. 
Annað námskeið verður svo haldið í Grunnskólanum á Reyðarfirði 14. apríl frá 20:30-22:00. Nánari upplýsingar og skráningu á það má finna hér.

Námskeiðshelgar á Úlfljótsvatni
Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrir útivistarleiðbeinendanámskeið Úlfljótsvatns. Nýjar dagsetningar námskeiðanna eru 16.-17. apríl og 23.-24. apríl. Þátttakednur læra (og fá réttindi til) að stjórna dagskrárliðum á Úlfljótsvatni, svo sem bogfimi, klifur, bátum og gönguferðum, auk þess sem kennt verður að elda fyrir hópa. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Í þessari viku:

  • Félagsstjórnarnámskeið á laugardaginn
  • DS Vitleysa um helgina
  • Leiðbeinendanámskeið
  • RS Gangan 2016
  • Skráningu að ljúka á Landsmót skáta 2016
  • Gilwell-leiðtogaþjálfun, 4, skref
  • Ekki meir - Dalvík 5. apríl og Reyðarfirði 14. apríl
  • Námskeiðshelgar á Úlfljótsvatni

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Gamli góði feluleikurinn en í þetta sinn í myrkri.... Markmið leiksins er að þróa athyglisgáfuna og rökrétta hugsun. Skoðaðu verkefnið hér.
Bandalag íslenskra skáta,