Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

24. Febrúar 2015

Drekaskátadagurinn á sunnudaginn

Er þitt félag að gleyma að skrá sig? Skráningu lýkur 26. febrúar.
Frekari upplýsingar má finna hér.


Stefnumót við Joao Armando, formann heimsstjórnar WOSM

Joao Armando Goncalves, formaður  Heimsstjórnar WOSM heldur opinn fund um þá leið sem hreyfingin hefur ákveðið að feta til ársins 2023. Það er árangur stefnumótunar sem samþykkt var á heimsþingi WOSM í Slóveníu síðasta sumar. Fundurinn verður haldinn í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, föstudaginn 27. febrúar kl. 16:00 og er opinn öllum. Upplýsingar má finna hér.


Leiðtogavítamín fyrir drótt- og rekkaskáta

Skátapepp fyrir drótt- og rekkaskáta verður haldið á Úlfljótsvatni 13.-15. mars 
Við hvetjum skátafélög til að minna skátana sína á námskeiðið
Upplýsingar og skráningu má finna hér.


Aðalfundur Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni

ÚSÚ boðar til aðalfundar þann 18. mars í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ. Fundurinn hefst kl. 18:00
Venjuleg aðalfundastörf
Áhugasamir hvattir til að mæta.


Skátaþing 2015

Upplýsingasíða um Skátaþing 2015 hefur verið opnuð. Við minnum á að skráning er hafin og upplýsingar um þingið má finna hér.


Framboð til stjórnar og ráða BÍS

Auglýst er eftir framboðum til stjórnar og ráða BÍS. Þeir sem hafa áhuga á þessum störfum er bent á að senda tölvupóst á uppstillingarnefnd@gmail.com. Frekari upplýsingar um hvað er í til kjörs má finna hér.


Eitt sæti laust á Heimsmót skáta í Japan 2015

Vegna forfalla þá er eitt pláss laust. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér og á heimasíðu mótsins. Ef þið eða einhver sem þið þekkið hefur áhuga þá endilaga hafið samband sem fyrst á jamboree2015@skatar.is ATH! Aðeins eitt sæti - fyrstur kemur fyrstur fær.


Uppstillinganefnd Skátasambands Reykjavíkur

Óskað er eftir framboðum í stjórn, ráð og nefndir fyrir næsta aðalfund.
Hægt er að lesa nánar um hvaða embætti eru í kjöri hér. 


Aðalfundir skátafélaga

Á næstu dögum og vikum munu flest skátafélög halda aðalfund sinn þar sem m.a. verður kjörið fólk í stjórn og nefndir. Við hvetjum skáta og foreldra skáta til þess að bjóða sig fram til starfa. Margar hendur vinna létt verk.


Kynþáttafordómar, hvað er nú það?

Evrópuvika gegn kynþáttafordómum verður haldin dagana 15.-21. mars og gefst skátasveitum tækifæri til þess að taka þátt í verkefninu með því að skrifa póstkort sem send verða til valdra Íslendinga. Þeir sveitarforingjar sem vilja taka þátt í verkefninu hafi samband við Júlíus. Nánari upplýsingar má finna hér.


Sumarstörf hjá Skátalandi

Skátaland auglýsir eftir tveimur skátum 18 ára eða eldri sem hafa áhuga á að vinna hjá Skátalandi í sumar. Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar. Fjölbreytt og skemmtilegt starf í boði. nánari upplýsingar hjá Jóni Andra á skataland@skataland.is


Sumarstörf á Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta auglýsir eftir umsóknum í sumarstöf við miðstöðina. Hér má nálgast frekari upplýsingar
Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir á ulfljotsvatn@skatar.is 

Í þessari viku:

 • Drekaskátadagurinn 1. mars
 • Stefnumót við Joao Armando, formann heimsstjórnar WOSM
 • Leiðtogavítamín
 • Aðalfundur ÚSÚ
 • Skátaþing 2015
 • Framboð til stjórnar og ráða BÍS
 • Eitt sæti laust á Jamboree 2015
 • Uppstillinganefnd SSR
 • Aðalfundir skátafélaga
 • Kynþáttafordómar
 • Sumarstörf hjá Skátalandi
 • Sumarstörf á Úlfljótsvatni
Bandalag íslenskra skáta,