Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

15. mars 2016

Nýr starfsmaður - Bergþóra Sveinsdóttir
Bergþóra hefur tekið til starfa sem upplýsingafulltrúi Skátamiðstöðvarinnar. Bergþóra er svosem ekki ókunn störfum Skátamiðstöðvarinnar en hún var formaður Ungmennaráðs sl. tvö ár. Við óskum Bergþóru velkomna í hópinn!  


Viltu vera með í leik?
Á fimmtudaginn verður fræðslukvöld í Skátamiðstöðinni. Efni kvöldsins í þetta sinn er leikjastjórnun. Við munum bæði fræðast um  hvernig er best að stjórna leik og hvað þarf að hafa í huga, en einnig munum við leika okkur saman, læra nýja leiki og hafa gaman af. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.


Stórleikur fyrir rekkaskáta
Dagskrárráð stendur fyrir stórleik fyrir rekkaskáta á skírdag, 24. mars nk. Leikurinn fer fram á Úlfljótsvatni og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Ert þú með taugar í þetta? Skráðu þig strax og fylgstu með.


Vissir þú að...
... skráning fyrir Landsmót skáta er enn opin? Skráðu þig sem fyrst. Skráningu lýkur 31. mars 2016. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

DS. Vitleysa - Gengur aftur
Þessi skemmtilegi dróttskátaviðburður verður haldinn helgina 1.-3. apríl. Búið er að opna fyrir skráningu og er skráningarfrestur til 28. mars 2016. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Ert þú til í að aðstoða Halldóru Aðalheiði?
Halldóra Aðalheiður er að gera skólaverkefni sem tengist einelti í skátastarfi og viðbrögðum við því. Okkur þætti vænt um ef þú gætir gefið þér nokkrar mínútur til að svara þessari könnun fyrir hana. Könnunina má finna hér.

Í þessari viku:

  • Nýr starfmaður í Skátamiðstöðinni
  • Viltu vera með í leik?
  • Stórleikur fyrir rekkaskáta
  • Vissir þú að...
  • DS. Vitleysa gengur aftur
  • Ertu til í að aðstoða...

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Eldbomba úr pappír og kertavaxi - spennandi verkefni fyrir forvitna skáta. Skoðaðu verkefnið hér.
Bandalag íslenskra skáta,