Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

24. mars 2015

Takk fyrir frábært Skátaþing.
Stjórn og starfsfólk vill þakka öllum þingfulltrúum, gestum og sjálfboðaliðum fyrir einstaklega árangursríkt Skátaþing. Samhugur og jákvæðni einkenndi þingið og horfum við björtum augum til framtíðarinnar. Endurmat verður sent á alla sem skráðir voru á þingið með tölvupósti á næstu dögum.


Páskalokun í Skátamiðstöðinni
Skátamiðstöðin verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 30. mars til 7. apríl. Ef erindi ykkar þola ekki bið er bent á gsm símanúmer í tölvupóstum.


Open Call - Ert þú sá sem við erum að leita að?
Stjórn BÍS leitar að sjálfboðaliðum í nefndir og vinnuhópa.
Ef þú heldur að þú getur lagt okkur lið væri gott ef þú gætir skráð þig og þína þekkingu hér.


DS. Vitleysa verður haldin 10.-12. apríl n.k.
Eiga þínir dróttskátar eftir að upplifa ævintýri í ár? Nú er tíminn. Skráning opnar í dag svo nú er um að gera að miðla til ykkar dróttskáta að skrá sig.
Upplýsingar og skráning hér.


Auglýst er eftir meðlimum í vinnuhóp um leiðbeiningar vegna breytinga á skátaheit. Frekari upplýsingar má finna hér


Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 í Skátamiðstöðinni. Hægt er að lesa fundarboð og gögn fyrir fundinn á www.ssr.is.


Aukavinna hjá Skátalandi
Skátaland leitar eftir skátum semeru í fjáröflunum. Skátaland er með fjölmörg verkefni þar sem okkur vantar aukahendur á mismunandi tímum. Ef þið hafið áhuga á að afla ykkur smá auka tekjur þá getið þið skráð ykkur á eftirfarandi tengil: 
http://goo.gl/forms/XcUvRU2Qo0 


Starfmaður í Tjaldaleigu skáta
Auglýst er eftir starfsmanni í fullt starf við rekstur Tjaldaleigu skáta. Áhugasamir hafi samband við Hermann, framkvæmdastjóra BÍS.


Komdu með í hópinn
Söfnun sjálfboðaliða stendur yfir fyrir World Scout moot 2017. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu stóra verkefni, kynntu þér þá allar upplýsingar hér.


Landsmót skáta 2016 kemur fyrr en varir. 
Þeir sem vilja vera með, endilega skrá sig í hóp á facebook sem heitir: Landsmót skáta 2016 - STAFF
Margar hendur vinna létt verk og það er gaman að vera saman vð Undralandið blátt.

 

Í þessari viku:

 • Takk fyrir frábært Skátaþing
 • Páskalokun í Skátamiðstöðinni
 • Open Call  - sjálfboðaliðar
 • DS. Vitleysa 
 • Auglýst er eftir meðlimum í vinnuhóp
 • Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur
 • Aukavinna hjá Skátalandi
 • Starfsmaður í Tjaldaleigu skáta
 • Komdu með í hópinn
 • Landsmót skáta 2016 kemur fyrr en varir
 •  

Á dagskránni:

30/3-7/4
Skátamiðstöðin lokuð vegna sumarleyfa

10/4-12/4
DS. Vitleysa

11/4
Gilwell - leiðtogaþjálfun skref 4. af 5.

13/4

Endurfundir skáta

 

Skoða alla viðburði.
Bandalag íslenskra skáta,