Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

1. júlí 2014

Breytingar í Skátamiðstöðinni

Nú um mánaðarmótin flytur Skátasamband Reykjavíkur skrifstofu sínu af efri hæð Skátamiðstöðvarinnar niður á þá neðri. BÍS er þá orðið eigandi að allri efri hæð hússins, að undanskildu skátaheimili Árbúa. Nánari upplýsingar um breytingar á eignarhaldi Skátamiðstöðvarinnar má nálgast hér

 
Kveðja, Hermann
Upplýsingar til verðandi Skátaflokks Íslands

Allir flokkar sem tök hafa á ættu að mæta til leiks með áttavita og vasahníf. Sjáumst á Landsmóti skáta.

Kveðja, Nanna

Fjölskyldubúðir á Landsmóti skáta

Nú þegar hafa fjölmargir hópar boðað komu sína og ljóst að það verður fullt af fólki og mikið fjör í fjölskyldubúðum. Upplýsingar um fjölskyldubúðirnar má finna á síðunni skatamot.is og á Facebook síðu fjölskyldubúða

 
Kveðja, fjölskyldubúðastjórar
Skátar á flakki

Á næstunni fara fulltrúar BÍS og Norrænu samstarfsnefndarinnar á ráðstefnur víða um heim. Jón Þór formaður alþjóðaráðs fer á heimsþing WAGGGS auk þess sem Dagmar Ýr fer sem fulltrúi NSK. Bergþóra Sveinsdóttir fer á ungmennaþing WOSM. Bragi Björnsson, Fríður Finna og Jón Þór sækja heimsþing WOSM auk Jóns Ingvars, Hermanns Sigurðssonar og Hrannar Pétursdóttur sem fara sem fulltrúar WSM 2017.Dagmar Ýr og Dagbjört Brynjarsdóttir fara á vegum NSK.

Nánari upplýsingar um ráðstefnurnar má finna í viðburðadagatali Skátamála

 

Vetur eða sumar?
 
Handbók fararstjóra er komin inn á skatamot.is. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fararstjóra eins og skiptingu félaga í þorpin vetur og sumar. 

Kveðja, Jón Ingvar 

Samskiptareglur frambjóðenda
 
Fulltrúar úr upplýsingaráði og uppstillingarnefnd auk áhugasamra skáta hafa myndað hóp sem mun setja saman leiðbeiningar um hvernig standa eigi að kynningar - og samskiptamálum vegna framboða til embætta innan skátahreyfingarinnar. Niðurstöðu þeirra er að vænta í október. 

 

Mótsstjóri Landsmóts skáta 2016
 
Rakel Ýr Sigurðardóttir hefur verið skipuð mótsstjóri Landsmóts skáta 2016. Rakel Ýr hefur lengst af starfað með skátafélaginu Vífli auk þess sem hún starfaði með skátafélaginu Klakki um tíma. Rakel Ýr situr í mótsstjórn Landsmóts skáta 2014 þar sem hún sér um kynningar- og fjölmiðlamál.  
 

 Vantar þig tjald?

Tjaldaleiga skáta býður tjöld til sölu á góðu verði, bæði veislutjöld sem tilvalin eru sem eldhústjöld og fjögurra manna topptjöld. Nánari upplýsingar á Skátamálum.
 
Kveðja, Tjaldaleiga skáta

 

Í þessari viku:

  • Breytingar í Skátamiðstöðinni
  • Upplýsingar til verðandi Skátaflokks Íslands
  • Fjölskyldubúðir á Landsmóti skáta
  • Skátar á flakki - ráðstefnur framundan
  • Vetur eða sumar - þorpaskipting á Landsmóti skáta
  • Samskiptareglur frambjóðenda
  • Mótsstjóri Landsmóts skáta 2016
  • Vantar þig tjald?

Á dagskránni:

5. til 9. júlí
Heimsþing WAGGGS

20. til 27. júlí
Landsmót skáta að Hömrum

4. til 7. ágúst
Ungmennaþing WOSM

11. til 15. ágúst
Heimsþing WOSM

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Skáti er tillitssamur! Þessi grein skátalaganna er mjög mikilvæg á Landsmóti skáta þegar flutt er í 2000-3000 manna bæjarfélag þar sem allir dvelja í tjöldum. Ræddu við skátann þinn eða skátana þína um hvað það er að vera tillitssamur svo allir geti notið sín á mótinu. 

 
Bandalag íslenskra skáta,