Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

10. Febrúar 2015

TAKK til ykkar
Skátastarf byggist á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks hefur lagt hreyfingunni lið með því að vera leiðtogar í skátastarfi, sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, tekið þátt í foreldrastarfi eða aðstoðað við framkvæmd viðburða á landsvísu eða í heimabyggð. Það má með sanni segja að sjálfboðaliðum skátastarfs er sjaldnast þakkað nægilega fyrir óeigingjarnt framlag. Án stuðnings þeirra fjölmörgu skáta sem stuðlað hafa að góðu og uppbyggilegu skátastarfi væri skátahreyfingin ekki stödd þar sem það er í dag. 
Bandalag íslenskra skáta vill nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag í þágu skátastarfs í landinu
. 


Verndum þau námskeið verður haldið af Æskulýðsvettvangnum í húsnæði KFUM/K við Holtaveg í Reykjavík, 17. febrúar n.k.
Sjá upplýsingar hér.


Hræringur á fræðslukvöldum.
Af ófyrirsjáanlegum ástæðum þarf að hræra í efnistökum á fræðslukvöldum vorsins. 19. feb verður fræðslukvöldið - Að pakka rétt, 19. mars verður fræðslukvöldið - Útieldun og 17. apríl verður fræðslukvöldið - Markaðssetning á netinu. 
VIð minnum á að fræðslukvöldin eru öllum opin, rekkaskátum og eldri.
Upplýsingar og skráningu má finna á dagatali Skátamála.

Ert þú með sterka bingóvöðva eða þarftu að styrkja þá?
Við leitum að hjálpsömum sjálfboðaliða til að hræra í súpupotti á laugardaginn því hún Dagga ætlar að vera á námskeiði og reyna að læra eitthvað nýtt.... 
Endilega kastið línu á dagga@skatar.is - fyrstur kemur fyrstur fær.

Drekaskátamót 2015
Mótsstjórn óskar eftir fólki í dagskrárvinnuhóp fyrir drekaskátamót. Tilvalið fyrir fólk sem er á Gilwell-vegferðinni. Áhugasamir hafi samband við Elsí Rós

Ungmennaþing 14. febrúar 
Þingakademía fyrir 16-25 ára skáta verður haldið í Skátaheimili Árbúa laugardaginn 14. febrúar. Við viljum hvetja unga skáta til að koma sínu á framfæri.#roddungraskata 
Nánari upplýsingar  og skráningu má finna hér

Markþjálfun - Gilwell-framhaldsþjálfun - Seinni hlutiVerður haldið í Skátamiðstöðinni 14. febrúar.
Skráning og upplýsingar má finna hér 


Góðverkadagar 2015
Skátar gera góðverk, það er ekkert nýtt. En það er spennandi að finna sér ný verkefni á hverju ári til að bæti við sig góðverkum. Við minnum á góðverkadagbókina sem má finna hér.
Skátar nota gjarnan vikuna fyrir 22. febrúar ár hvert til að leggja áherslu á góðverk og hafa drekaskátar verið hvað duglegastir að fylgja því eftir. Hvernig væri ef fálkaskátarnir komi sterkir inn í ár?
Leiðtogavítamín - Skátapepp fyrir drótt- og rekkaskáta verður haldið á Úlfljótsvatni helgina 13.-15. mars. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Styrktarsjóður skáta
Stjórn BÍS auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði skáta 2015. Umsóknarfrstur er til 10. mars 2015.
Úthlutun fer fram á Skátaþingi 2015.
Reglugerð og umsóknareyðublað má finna hér.

Laganefnd BÍS
Laganefnd kynnti tilllögur sínar á félagsforingjafundinum og átti gagnlegar samræður við fundarmenn í vinnuhópum. Nú er verið að vinna úr þeim ábendingum sem fram komu og munu endurskoðaðar tillögur nefndarinnar verða birtar á vef nefndarinnar um miðja næstu viku.

Vel heppnaður félagsforingjafundur
Félagsforingjafundurinn á laugardaginn tókst mjög vel. Á fundinn mættu fulltrúar flestra starfandi skátafélaga og tóku virkan þátt í umræðum sem að mestu snertu lög BÍS, stefnumörkun BÍS og stuðning BÍS við stjórnir skátafélaganna. Góður andi var á fundinum og bjartsýni ríkjandi um uppbýggingu skátastarfsins. Gögn fundarins má nálgast hér að neðan.
Dagskrá félagsforingjafundar
Kynning félagsráðs
Kynning á stefnumótun BÍS
Kynning á Skátaþingi 2015

Skátafélagið Hamar
Ný stjórn hefur tekið til starfa í skátafélaginu Hamri, en erfiðlega hefur gengið að fá fólk í stjórnina undanfarin ár. Stjórn skipa: Hulda Lárusdóttir, félagsforingi, Ágúst Arnar Þráinsson, Aðst. félagsfor, Guðrún Lárusdóttir, ritari, Sigríður Gerða Guðmundsdóttir, gjaldkeri og Gunnar örn Angantýsson, form. hússtjórnar.
Við bjóðum þau velkomin til starfa og óskum þeim velfarnaðar.

Skátaþing 2015 verður haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi dagana 20.-22. mars 
Fundarboð þingsins má finna hér.
Allar frekari upplýsingar og gögn þingsins verða birtar á Skátamálum þegar nær dregur.

Skátaland
Við erum byrjuð að taka niður pantanir fyrir sumardaginn fyrsta  og aðrar dagsetningar og því  tilvalið að drífa sig að bóka ef þið viljið fá búnað hjá Skátalandi.
Erum fjölbreytt úrval hoppukastala, Klifurvegg, kassaklifur, candy floss vélar, poppvél, krapvél, söluvagna og sölutjöld. 
Til að panta sendið póst á  skataland@skataland.is

Sumarstörf hjá Skátalandi
Skátaland auglýsir eftir tveimur skátum  18 ára eða eldri sem hafa áhuga á að vinna hjá Skátalandi í sumar.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í boði, nánari upplýsingar hjá Jóni Andra skataland@skataland.is.

Í þessari viku:

 • TAKK
 • Verndum þau námskeið
 • Hræringur á fræðslukvöldum
 • Bíngóvöðvaþjálfun
 • Drekaskátamót 2015
 • Ungmennaþing 2015
 • Markþjálfun - Gilwell framhald
 • Góðverkadagar 2015
 • Leiðtogavítamín
 • Styrktarsjóður skáta
 • Laganefnd BÍS
 • Vel heppnaður félagsforingjafundur
 • Skátafélagið Hamar
 • Skátaþing 2015
Bandalag íslenskra skáta,