Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

7. janúar 2014

Gleðilegt nýtt skátaár.
 
Stjórn og starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar sendir ykkur hugheilar nýárskveðjur og tökum við glöð á móti nýju ári. Við hlökkum til að eiga samskipti og samverustundir með ykkur.

 
Skátamál.is fór í loftið á Þorláksmessu.
 
Eftir mikla og ánægjulega vinnu var ný heimasíða fyrir starfandi skáta opnuð. Síða þessi á að leysa af hólmi gömlu síðuna skatar.is
Verkið er ekki fullunnið og verður alltaf verk í vinnslu því skátastarfið er margbreytilegt og er þetta vefur sem þarf að vera jafn lifandi og skátastarfið. En við hvetjum ykkur til að skoða síðuna og senda okkur ábendingar á skatar@skatar.is svo við getum komið á móts við ykkar þarfir og óskir.
 
Kveðja, Dagga
 
Viltu þjappa saman foringjahópnum fyrir vorönnina og bæta starfið í leiðinni?
 
Við minnum félögin á stuðningsnámskeiðin skemmtilegu við innleiðingu endurbættu skátadagskrárinnar.
Nú er frábær tími til að hita upp fyrir vorannarstarfið með skemmtilegu námskeið fyrir foringja og aðra sem koma að skátastarfi félaganna.
Ertu að nota flokkakerfið og dagskrárhringinn? Vantar þitt félag aðstoð við að koma þessum mikilvægu þáttum í gang og skemmtilega samverustund fyrir sveitarforingjana?
Við heimsækjum félagið þitt með námskeið í því sem nýtist því best til að gera gott starf enn betra.
 
Við erum aðeins eitt símtal (eða e-mail;)  í burtu. Hlökkum til að heyra í ykkur. Hafið samband í síma 550-9803/698-1998 eða á ingibjorg@skatar.is
 
Kveðja, Ingibjörg
 
Hvernig er hægt að ná upp geggjaðri stemningu á kvöldvökum?
 
Þú getur komist að því með því að mæta á næsta fræðslukvöld 16. janúar.
 
Meistararnir Björn Hilmarsson og Gunnar Þór Atlason kenna gamlar og nýjar aðferðir við að ná uppi alvöru skátastemningu á kvöldvökum á næsta fræðslukvöldi sem verður haldið í Skátamiðstöðinni fimmtudaginn 16. janúar kl. 19.30 . Sérlega skemmtilegt fræðslukvöld sem gagnast beint inn í starfið! Frekari upplýsingar má finna hér og skráning er að sjálfsögðu í viðburðaskraningakerfinu.
Skátafélög eru sérstaklega hvött til að láta foreldra og aðra úr stuðningsneti sínu vita af Fræðslukvöldinu og hvetja þá til að koma með.
 
Kveðja, Ingibjörg
 
Gilwell-leiðtogaþjálfun (1. skref af 5)

Nýr hópur heldur af stað í Gilwell-leiðtogaþjálfun laugardaginn 18. janúar 2014 í Skátamiðstöðinni frá Kl: 09:00 - 17:00. Villt þú vera með?

Hvað er það sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið? Hvernig fer það starf fram? Starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.
Fullorðnir sjálfboðaliðar með góða leiðtogahæfni eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni fyrirþetta mikilvæga hlutverk. Þar öðlastu þekkingu og færni til að leiða starfið á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.
 
Skráning fer fram hér; www.skatar.is/vidburdaskraning

Upplýsingar veitir Dagga í Skátamiðstöðinni.
 
Kveðja, Gilwellteymið
 
Fyrsta hjálp fyrir unglinga

Boðið verður uppá grunnnámskeið í fyrstu hjálp laugardaginn 18. janúar nk. í Skátmiðstöðinni, Hraunbæ 123. Kostnaði verður haldið í algjöru lágmarki en skráning opnar síðar í vikunni. Endilega vekið athygli dróttskáta á þessu frábæra tækifæri. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar, viðburðarstjóri BÍS.

Kveðja, Jón Ingvar
Mannauðsstjórnun og fullorðnir í skátastarfi (framhald)
 
Fyrri hluti námskeiðsins fór fram laugardaginn 16. nóvember í Skátamiðstöðinni Hraunbæ, síðari hluti námskeiðsins verður 1. febrúar 2014
Með því að ljúka á fullnægjandi hátt tveimur framhaldsnámskeiðum samkvæmt persónulegri áætlun og námssamningi fær viðkomandi Gilwell-skáti þriðju „skógarperluna“ og þar með aðild að Gilwell-teyminu sem vinnur að uppbyggingu Gilwell-leiðtogaþjálfunar á Íslandi.
Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja auka leiðtogafærni sína, jafnt í skátastarfi og á vinnumarkaði eða í öðrum daglegum störfum.
Skráning er hafin: www.skatar.is/vidburdaskraning
 
Kveðja, Dagga
 
Vantar ykkur góða fjáröflun fyrir Landsmót skáta 2014?
 
Grænir skátar bjóða skátafélögunum að nýta sér aðstöðuna í Skátamiðstöðinni til að telja dósir og fá ágóðann greiddan beint inn á greiðslukort. Skátafélögin Hafernir og Segull hafa nýtt sér þetta góða boð og borið vel úr býtum. Félögin söfnuðu dósum á starfssvæði sínu sem voru svo sóttar af Grænum skátum og taldar í talningavélinni.
Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur þetta kostaboð þurfið þið að hafa samband við Græna skáta og finna tíma sem hentar ykkur að koma.
 
Kveðja, Stefán og Grænir skátar

Undirbúningsverkefni fyrir Skátaflokk Íslands komin á vefinn.
 
Spennandi og skemmtileg verkefni til að undirbúa sig og flokkinn sinn fyrir Landsmót skáta og þá sérstaklega keppnina um Skátaflokk Íslands eru nú komin á landsmótsvefinn. Hvetjið flokkana ykkar endilega til að taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.

Kveðja, Landsmótsteymið 

Í þessari viku:

  • Skátamál.is farið í loftið
  • Innleiðingarnámskeið
  • Fræðslukvöld
  • Gilwell 1 af 5
  • Fyrsta hjálp fyrir unglinga
  • Mannauðsstjórnun, framhald
  • Fjálöflun fyrir Landsmót
 

Snjallráð vikunnar

Á www.skatamal.is er komið nýtt form af dagatali sem auðveldar ykkur vinnuna við dagskrá vorsins. Kíktu á það.
 
Bandalag íslenskra skáta,