Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

11. nóvember 2014

Fræðslukvöld - Hefðir og venjur í skátastarfi

20. nóvember verður fræðslukvöld sem tileinkað er þessu skemmtilega efni. Bragi Björnsson, skátahöfðingi leiðir fræðslukvöldið. 
Í þetta sinn verður einnig hægt að vera með á fræðslukvöldinu í gegnum samskiptaforritið Skype. Þannig verður hægt að sjá glærurnar og fyrirlesarann og taka þátt í umræðum. 
Skráning er þó skilyrði fyrir þátttöku á þann hátt en einnig þarf að senda upplýsingar á skatar@skatar.is hvaða skypenotanda á að hringja í þegar fyrirlesturinn hefst.

Skráning fer að venju fram hér.


World scout moot 2017

Skipulagsteymi World Scout Moot 2017 fara stækkandi með hverjum degi. Nú hefur mannauðsteymið hafið útgáfu á sérstökum Staff Pésa til að halda öllum upplýstum um gang mála.

Kíkið á nýjasta tölublaðið með því að smella hér:


Opið kall í verkefnahóp - Leiðtogavítamín

Við leitum að áhugasömum einstaklingum í verkefnahóp um leiðtogavítamín fyrir drótt- og rekkaskáta. Tímaramminn er frá janúar 2015 til janúar 2018

Frekari upplýsingar hér.


Jólaland við Úlfljótsvatnið blátt

Sunnudaginn 30. nóvember bjóðum við til einstakrar ævintýrastundar að Úlfljótsvatni í tilefni þess að hátíð ljóss og friðar er á næsta leiti.
Piparkökubakstur, föndurstund og jólahlaðborð. Gáttaþefur lítur við og spjallar við börnin.

Frekari upplýsingar má finna hér.


Endurvinnslusett til skátafélaga

SKÁTI ER NÁTTÚRUVINUR! 
Við viljum vera leiðandi í umhverfismálum.
BÍS vill auðvelda skátafélögunum að flokka sorp í skátaheimilunum. Flokkum allt sorp, byrjum smátt og endum stórt! BÍS vill því færa skátafélögum landsins að gjöf flokkunarsett. 

Það er þægilegt í öllum meðförum og auðveldar skátafélaginu að taka stórt skref í átt að góðri flokkunarvinnu. Sum skátafélög hafa nú þegar fengið settin sín afhend og við tekur dreifing á rest á næstu vikum. Ef skátafélagið á ferð í Skátamiðstöðina má líka kippa með sér settinu til að flýta fyrir afhendingu.


Opið kall í verkefnahóp - Félagatal skáta

Við leitum að áhugasömum einstaklingum í verkefnahóp um Félagatal Skáta.
Unnið er að því að endurnýja félagatalið okkar og því þarf að gera þarfagreiningu og skoða mögulega kosti.

Frekari upplýsingar hér


Er skátafélagið komið með dósakassa?

Hægt er að fá dósakassa frá Grænum skátum til að setja fyrir utan skátaheimilið. Mörg félög eru nú þegar komin með kassa og eru skátar og foreldrar hvattir til að losa dósageymslurnar og styrkja í leiðinni skátafélagið sitt. 
Frekari upplýsingar um þessa auðveldu fjáröflun veitir Stefán hjá Grænum skátum.


Sígræna jólatréð

Eins og undanfarin ár er Skátabúðin að selja Sígræna Jólatréð, Eðaltré ár eftir ár.
Skátafélög fá 20% af andvirði trésins ef pantað og verslað er í gegnum reikning skátafélagsins. Pantanir óskast sendar á jolatre@skatar.is 

 

Í þessari viku:

  • Fræðslukvöld á Skype
  • World Scout Moot 2017
  • Opið kall - Leiðtogavítamín
  • Jólaland við Úlfljótsvatnið blátt
  • Endurvinnslusett til skátafélaga
  • Opið kall - Félagatal
  • Dósakassar við skátaheimilin
  • Sígræna Jólatréð

Myndband vikunnar

Við skátar getum verið óttalegir lúðar þegar kemur að hnútakennslu. Hér má sjá nýstárlega útgáfu af hnútakennslu:
http://www.youtube.com/watch?v=TUHgGK-tImY
Og ef þið náðu ekki hnútnum alveg má einnig finna leiðbeiningar hér:
http://www.youtube.com/watch?v=EZ20hb5LQPo
Bandalag íslenskra skáta,