Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

6. október 2015

Forsetamerki 2015
Afhending Forsetamerkis fer fram 11. október n.k.
22 skátar frá 10 skátafélögum fá afhent að þessu sinni. 
Boðið er til viðburðar


Gilwell - leiðtogaþjálfun skref 1
Nú fer hver að verða síðastu að slást í hópinn sem byrjar vegferð sína á laugardaginn næsta. Nánari upplýsingar hér.


Kaffihúsapepp
Núna á sunnudaginn, 11. október, verður Skátahúsapepp, kaffihúsakvöld fyrir rekka- og róverskáta. Kaffihúsið opnar kl 20:00. Peppquiz og eintómt pepp. Staðsetning: Garðbúaheimilið, Hólmgarði 34, Reykjavík.


Endurfundir skáta
Skellum súpu í pottinn á mánudaginn. Að þessu sinni ætlar Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur, að koma og segja okkur frá nýútkominni bók sinni.


Bleiki dagurinn verður haldinn um land allt 16. október til að vekja athygli á árverkniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini. Starfsmenn Skátamiðstöðvarinnar ætla að sjálfsögðu að taka þátt og skorar á skáta um land allt að taka þátt.


Verndum þau námskeið verður haldið í Reykjanesbæ þann 20. október. Nánari upplýsingar og skráning hér.


Nú fer heldur betur að styttast í Skátapeppið sem haldið verður á Grundarfirði dagana 23.-25. október. Nánari upplýsingar hér.


Ert þú myndalegi skátinn?
Næsta fræðslukvöld ber heitið: myndalegi skátinn - skemmtilegar ljósmyndir í skátastarfi, en þá ætlar Biggi Ómars að fræða okkur um eitt og annað varðandi ljósmyndir af skátum. Nánari upplýsingar og skráning hér


Landsmót skáta auglýsir eftir umsjónaraðila til að sjá um gistingu fyrir erlenda skáta fyrir og eftir landsmót - áhugasömum er bent á að hafa samband við Jón Ingvar, jon@skatar.is


Villtu fara til Sharajah í febrúar?
BÍS hefur borist boð um að senda einn skáta (KK) til Sharajah í Saudi Arabíu 1.-10. febrúar 2016. Kostnaður er enginn - kynntu þér málið á Skátamálum


Roverway kynningar
Fararstjórn Roverway er að fara í skátafélög og kynna ferð til Frakklands næsta sumar að taka þátt í Roverway. Nánari upplýsingar veitir Liljar (liljarmar@skatar.is). Hægt er að óska eftir ákveðjun kynningartímum.


Ert þú skátinn sem við erum að leita að?
Félagaráð leitar að fleiri félögum í vinnuhópa sína. Sjá nánar hér.

 

Í þessari viku:

 • Forsetamerki 2015
 • Gilwell skref 1 á laugardaginn
 • Kaffihúsapepp
 • Endurfundir skáta
 • Bleiki dagurinn
 • Verndum þau - Reykjanesbæ
 • Skátapepp 23.-25. október
 • Myndalegi skátinn
 • Landsmót skáta auglýsir
 • Villtu fara til Sharajah í febrúar?
 • Ert þú skátinn sem við erum að leita að?
Bandalag íslenskra skáta,