Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

21. febrúar 2017

Ungir talsmenn 24.-26. febrúar
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á viðburðinn Unga talsmenn sem verður haldinn á Akureyri. Ert þú rekka- eða róverskáti? Hefur þú áhuga á ljósmyndun? Vilt þú verða betri snappari? Þá er Ungir talsmenn fyrir þig! Þar sem við fræðumst um allt frá samfélagsmiðlum til framkomu í sjónvarpinu. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér og á Facebook. 

Kynningar á Skátaþingi 2017
Á Skátaþingi 2017 verða fjölmargir möguleikar til þess að koma á framfæri áhugaverðu efni til þingfulltrúa.
Sérstaklega viljum við benda á að unnt er að fá aðstöðu til þess að setja upp „kynningarbás“ og einnig er dagskrárliður á laugardag þar sem hægt er að vera með stutta kynningu í þingsal.
Ennþá er hægt að óska eftir að áhugaverð málefni verði tekin til umfjöllunar í umræðuhópum þingsins.
Þeir sem áhuga hafa á að setja upp kynningarbás eru beðnir að tilkynna það fyrir 1. mars með tölvupósti til jon@skatar.is.
Þeir sem hafa áhuga á þvi að taka til máls í dagskrárliðnum „kynningar“ eru beðnir að hafa samband við sigridur@skatar.is sem fyrst. Tekið skal fram að ef kynning á að vera á skjá þarf að skila efninu á minniskubbi á föstudeginum (10. mars).

Ljósmyndamaraþon rekka- og róverskáta 2017 - Framtíðin er núna!
Nú er komið að hinu árlega ljósmyndamaraþoni skáta sem verður haldið öskudaginn 1. mars. Heildarþema keppninnar verður „Framtíðin“. Hægt verður að taka þátt sem einstaklingur eða allt að 6 manna hópur. Fyrstu myndaþrautir koma inn kl. 10 um morgun, svo á klukktíma fresti til kl. 21 og hefur hvert lið tíma til miðnættis til að skila inn myndum á Instagram. Áhugasamir geta fylgst með keppninni með myllumerkjunum #Skatarnir og #skatamynd2017
Nánari upplýsingar á facebook viðburði Ljósmyndamaraþonsins. 

Drekaskátadagurinn 5. mars
Ertu drekatemjari? Ertu búin/n að fá tölvupóstinn sem sendur var á félagsforingja og starfsmenn? Ef ekki - hafðu samband strax í dag. Við erum við mikilvægar upplýsingar fyrir þig! Hringdu eða sendu tölvupóst á skatar@skatar.is
Gilwell 4. skref
Búið er að opna fyrir skráningu á 4. skrefið þann 18. mars nk.
Ert þú búin/n að skrá þig? Smelltu hér og kláraðu málið.

Góðverkahugmyndir
Langar skátana þínum að gera samfélagsverkefni? Veistu ekki hvaða góðverk er hægt að gera? Dagskrárráð tók saman lista yfir verkefni sem hægt er að vinna. Já og svo er líka hægt að bæta fleirum í safnið. Kíktu á listann hér.

Í þessari viku:

  • Ungir talsmenn 24.-26. febrúar
  • Kynningar á Skátaþingi
  • Ljósmyndamaraþon rekka- og róverskáta - Framtíðin er núna!
  • Drekaskátadagurinn 5. mars
  • Gilwell 4. skref
  • Góðverkahugmyndir

Crean krakkarnir héldu af stað frá Úlfljótsvatni í morgun og er stefnan tekin á Hellisheiði... 
 

Bandalag íslenskra skáta,