Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

15. september 2015

Ertu búin að brýna hnífinn þinn?
Fræðslukvöldið "Emil fór í Smiðjukrókinn"  á fimmtudaginn, verður einmitt um tálgun og meðferð hnífa. Sjá frekari upplýsingar hér.


Verndum þau í Skátamiðstöðinni
Allir skátar sem eru orðnir 18 ára eða eldri þurfa að taka námskeiðið "Verndum þau" um barndavernd. Mælst er til að farið sé á námskeiðið 2-3 ára fresti. Nú er tækifærið til að fara á námskeiðið með hjálp fjarkennslu ef þú átt ekki heimangengt í Skátamiðstöðina. Frekari upplýsingar má finna hér.


Auglýst eftir skrifstofustjóra
BÍS auglýsir eftir skrifstofustjóra í Skátamiðstöðina. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til 4. október. Nánar á skátamálum.


Ert þú búin að skila inn heimild til öflunar upplýsinga úr Sakaskrá ríkisins?
Allir þeir sem koma að skátastarfi 18 ára og eldri þurfa árlega að skila inn til okkar heimildar til öflunar upplýsinga úr Sakaskrá ríkisins. Skátafélögin sjá um að safna þessu saman og koma til okkar í Skátamiðstöðinna. Nánar um þetta má lesa hér.


Heimsóknir stjórnar BÍS og starfsmanna Skátamiðstöðvarinnar til skátafélaga eru á næsta leyti. Nokkur breyting hefur orðið á fyrirkomulagi heimsókna stjórnar og starfsmanna til skátafélaganna nú í haust. Núna er gert ráð fyrir að áherslan verði á málefni dagskrárráðs og félagaráðs. Munu fulltrúar þeirra og starfsmenn Skátamiðstöðvarinnar heimsækja félögin á næstu vikum og mánuðum.Verið er að raða niður dagsetningum, fundarfólki og fundarefnum. Ef félagið þitt er með sérstakar óskir um heimsóknardag þá hvetjum við ykkur til að senda línu á julius@skatar.is


Viltu vera með í Búbblubolta?
Komdu þá á Bland í Poka 2015! Skátalandsstjórinn  segir að þetta sé hápunktur helgarinnar, en hann hefur ekki séð restina af dagskránni.... Við erum að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt um eða upp úr helgi. Ert þú með geggjaða hugmynd að dagskrárpósti sem þig langar að sjá? Sendu okkur póst á dagga@skatar.is. Nánari upplýsingar má finna hér. 


Landsmótskynningar
Skráningar hefjast á Landsmót skáta 1. október. Kynningarteymi Landsmóts er á fullu þessa dagana. Ef þú villt fá heimsókn og stuðning í þínu kynnargarstarfi, hafðu þá samband á landsmot@skatar.is


HellisheiðarMadness
Heyrst hefur að Skátafélagið Skjöldungar ætli að standa fyrir HellisheiðarMadness helgina 25.-27. september, en það verður fyrir skáta 13 ára og eldri. Upplifun sem allir skátar ættu að kynnast. Frekari upplýsingar koma síðar.


Skátapepporee - Ný dagsetning
Skátapepporee verður haldið á Grundarfirði helgina 23.-25. október. Nú er bara að fylgjast með því að næstu dögum munu frekari upplýsingar berast um þennan viðburðu á dagatali skátamála.  

Í þessari viku:

  • Ertu búin að brýna hnífinn þinn?
  • Verndum þau í Skátamiðstöðinni
  • Auglýst eftir skrifstofustjóra
  • Sakaskrá ríkisins.
  • Heimsóknir stjórnar BÍS
  • Villtu vera með í Búbblubolta?
  • Landsmótskynningar
  • HellisheiðarMadness
  • Pepporee - Ný dagsetning
Bandalag íslenskra skáta,