Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

2. september 2014

Kynningardagur hjá Garðbúum

Skátafélagið Garðbúar verða með kynningardag og uppskeruhátið Útilífsskólans þriðjudaginn 2. september kl 17-19. Klifurveggur, svifbraut, folf og grillaðar hækpylsur.
Skráning í félagið á staðnum.

Drekaskátar verða með fundir á þriðjudögum kl 16.20.
Fálkaskátar verða með fundi á Þriðjudögum kl 17.30.
Dróttskáta og Rekkaskátar eru með fundi á mánudögum kl 20.00.

Allir eru velkomnir í heimsókn.

Kveðjur, Stjórn Garðbúa

Villtu verða betri leiðtogi?

Ný röð af Gilwell námskeiðum hefjast með skrefi 1 á Laugardaginn. 
Skátaaðferðin og starfsgrunnur skáta er yfirskriftin á þessum fyrsta hluta af 5.
Frekari upplýsingar og skráning má finna á skátamálum.
Einnig má hafa samband við Döggu með tölvupósti á skatar@skatar.is eða í síma 550-9800

Kveðja, Gilwell teymið

Þarf félagið að kynna sig?

Hægt er að fá nýja og flotta kynningarbæklinga ásamt plakötum hjá okkur í Skátamiðstöðinni. Endilega rennið við og fáið kynningarefni. Einnig er hægt að hringja og fá sent með pósti.

Kveðja, Skátamiðstöðin

Forsetamerkið 2014

Nú fer að líða að afhendingu Forsetamerkis sem margir Rekkaskátar eru búnir að vinna að í langan tíma. Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2014. Umsóknum skal skila til Fræðslustjóra BÍS í Skátamiðstöðinni eða með tölvupósti á ingibjorg@skatar.is. Frekari upplýsingar um uppsetningu og kröfur má finna hér á skátamál.is http://skatamal.is/skatastarfid/hvatakerfid

Kveðja, Ingibjörg

Dagur íslenskrar náttúru.

Þann 16. september verður dagur íslenskrar náttúru haldin hátiðlegur um land allt. Skátar hafa í gegnum tíðina átt ríkan þátt í að ala upp í æsku landsins virðingu fyrir náttúrunni. 
Við hvetjum öll skátafélög að nýta sér daginn/vikuna til að fara út, njóta og læra.

Kveðja, Náttúra Íslands

Endurfundir skáta

Súpan verður hituð og lagt verður á borð næsta mánudag.
Hvetjum alla til að mæta og spjalla.

Kveðja, Undirbúningshópurinn

Skátablaðið komið út

Skátablaðið kom sem fylgiblað með Fréttatímanum föstudaginn 29. ágúst. Hægt er að lesa vefútgáfu blaðsins hér á www.skatamal.is 
Þeir sem vilja fá prentað eintak eru hvattir til að hafa samband við Skátamiðstöðina og við sendum blað um hæl.

Kveðja, Upplýsingaráð

 

Í þessari viku:

  • Kynningardagur hjá Garðbúum
  • Villtu verða betri Leiðtogi?
  • Þarf félagið að kynna sig?
  • Forsetamerkið 2014
  • Dagur íslenskrar náttúru
  • Endurfundir skáta
  • Skátablaðið komið út

Á dagskránni:

6/9
Gilwell - Leiðtogaþjálfun skref 1 af 5

8/9
Endurfundir skáta

13/9
Gilwell - Leiðtogaþjálfun skref 5 af 5

16/9
Dagur íslenskrar náttúru

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Hengið upp plaköt og dreyfið bæklingum með upplýsingum um félagið á sem flesta staði í hverfinu /bænum ykkar. Látið vita hversu frábær við erum.

 
Bandalag íslenskra skáta,