Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

23. febrúar 2016

Drekaskátadagurinn 6. mars
Tölvupóstur var sendur út í morgun út á skráða sveitarforingja drekaskáta skv. félagatali BÍS.
Ef þú ert sveitarforingi drekaskáta og fékkst ekki póstinn, vinsamlegast hafðu samband við Sigurlaugu í Skátamiðstöðinni sem fyrst.


Verndum þau námskeið í Eyjafirði
Tvö "verndum þau" námskeið verða haldin í Eyjafirði í þessari viku. 24. febrúar í Hrafnagilsskóla og 25. febrúar í Dalvíkurskóla. Fyrir frekari upplýsingar og skráningu, hafið samband við Döggu í Skátamiðstöðinni.


Úlfljótsvatnsráð boðar til aðalfundar Úlfljótsvatns
Fundurinn verður haldinn þann 3. mars 2016 (fimmtudagur) kl. 20:00 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, Reykjavík.
Vakin er athygli á því að fundurinn er opin öllum áhugamönnum um starfsemi Útilífsmiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni.


Hörku Vetrar-Skátapepp helgina 26.-28. febrúar
Nú er síðasti séns að skrá sig fyrir 10 bekk og eldri á skátapepp sem fer fram næstu helgi á Úlfljótsvatni. Fókusinn er að þessu sinni sveitarforingjahlutverkið á ferðalögum að vetri til. Frekari upplýsingar og skráning hér.


Styrktarsjóður skáta auglýsir eftir umsóknum
Stjórn BÍS auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði skáta 2016. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2016. Frekari upplýsingar og reglugerð ásamt umsóknareyðublaði má finna hér.


Landsmót skáta - ertu búin að skrá þig?
Skráningar streyma inn fyrir Landsmót skáta. Ert þú ekki örugglega búin að skrá þig? Fossbúar eiga vinningin með flestar skráningar skátafélaga. Hvernig er staðan í þínu félagi? Skráðu þig strax í dag og komdu með í leiðangurinn mikla. Nánari upplýsingar á www.skatamot.is 


Skátaþing 2016
Öll göng, upplýsingar og skilaboð er varðar Skátaþing 2016 birtast á heimasíðu Skátaþings. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með því sem þar birtist. Athugasemdir við útsend gögn þurfa að berast eigi síðar en 4. mars í netfangið julius@skatar.is

 
Auglýst eftir fjármálastjóra í 50% starf
Bandalag íslenskra skáta óskar eftir fjármálastjóra í 50% starf. Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi er ábyrgur fyrir fjármálum BÍS og dótturfélögum þess. Upplýsingar um starfið má finna hér.

 

Í þessari viku:

  • Drekaskátadagurinn 6. mars
  • Verndum þau í Eyjafirði
  • Úlfljótsvatnsráð boðar til aðalfundar
  • Hörku Vetrar-Skátapepp
  • Styrktarsjóður skáta
  • Landsmót skáta 2016
  • Skátaþing 2016
  • Fjármálastjóri í 50% starf

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Hver getur gert besta líkanið? Er það líkan af nágrenninu? Eða skátaheimilinu? eða jafnvel tjaldbúð félagsins á Landsmóti? Skoðið verkefnið hér.
Bandalag íslenskra skáta,