Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

29. nóvember 2016

Moot skráningu lýkur á morgun
Skráning á Moot er í fullum gangi og núna hafa 111 íslenskir þátttakendur skráð sig. Skráningu lýkur 30. nóvember. 
Skráðu þig strax í dag hér.


Jólaendurfundir skáta
Mánudaginn 12. desember er komið að jólaendurfundum með jólagraut, síld og bókaupplestri. Húsið opnar kl. 11:30 og grautur borinn fram kl. 12:00. Hlökkum til að sjá ykkur.


Kakókvöld í Kvosinni
Langar þig að stinga af í smá stund frá jólastressinu? Setjast út í varðeldabrekku með kakóbolla og raula nokkur skátalög? Hvernig væri þá að skella sér á Kakókvöld í Kvosinni? Skoðaðu málið hér og meldaðu þig hér. 


Gilwell 1. skref
Langar þig að slást í hópinn? 14. janúar fer nýr hópur af stað á Gilwell-vegferðinni. 1. skref af 5, Skátaaðferðin og starfsgrunnur skáta, verður haldið í Skátamiðstöðinni. Frekari upplýsingar og skráning hér. 

Skyndihjálparnámskeið 12 klst.
Hefur þú endurnýjað skyndihjálparkunnáttu þína nýlega? Hefur þú kannski ekki farið á skyndihjálparnámskeið? Það eiga allir að vera með skyndihjálparkunnáttuna á hreinu. Þetta námskeið er metið til eininga í framhaldsskólum. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Bland í poka
Bland í poka verður haldið á Hvammstanga dagana 3.-5. febrúar 2017.
Viðburðurinn verður að mestu með hefðbundnu sniði, þó einnig verði eitthvað nýtt og skemmtilegt.
Ýmislegt hefur verið gert til þess að halda kostnaði í lágmarki og hefur verið ákveðið kr. 7.999,-
Nánari upplýsingar eru væntanlegar á næstu vikum og þá mun skráning einnig opna.

Félagsforingjafundur
Félagsforingjafundur verður haldinn á Hvammstanga laugardaginn 4. febrúar 2017.
Nánari upplýsingar um tímasetningu og dagskrá verða sendar út á næstunni og þá verður opnað fyrir skráningu. Félagsforingjar eru hvattir til þess að taka daginn frá.

 

Í þessari viku:

  • Moot skráningu lýkur á morgun  
  • Jólaendurfundir skáta
  • Kakókvöld í Kvosinni
  • Gilwell 1. skref
  • Skyndihjálparnámskeið 12 klst. 
  • Bland í poka
  • Félagsforingjafundur
Jólatréssalan gengur hrikalega vel! Ert þú búin/n að tryggja þér sígrænt jólatré? 
Bandalag íslenskra skáta,