Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

4. apríl 2017 

Lokað í Dymbilvikunni
Skátamiðstöðin verður lokuð 10.-12. apríl. Hægt er að senda tölvupóst á sigridur@skatar.is ef erindið er brýnt. Við opnum aftur þriðjudaginn 18. apríl kl. 9:00. Gleðilega páska!
Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar


Sumardagurinn fyrsti
Skátar efna til Sumarfagnaðar í Hallgrímskirkju á Sumardaginn fyrsta kl. 11. Hugvekju flytur Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot. Skátar ungir sem aldnir eru hvattir til þess að fjölmenna. Að lokinni athöfn er boðið upp á kakó og kleinur í safnaðarheimili kirkjunnar.


Eru þið með hátíðarhöld á Sumardaginn fyrsta?
Eins og undanfarin ár mun Skátamiðstöðin taka saman upplýsingar um hátíðarhöld og skemmtanir skátafélaganna á Sumardaginn fyrsta. Við minnum skátafélög á að senda okkur upplýsingar hér tímanlega þar sem margir frídagar eru framundan. Búið er að senda tölvupóst á félagsforingja.


Vítamínkvöld - Skátalíf er útilíf
Vítamínkvöld aprílmánaðar verður haldið utandyra! Hvernig er hægt að auka útilífið í skátastarfinu? Er hægt að gera ALLT úti? Þessum spurningum og mörgum fleirum ætla þau feðginin Ævar og Inga að svara enda bæði snillingar í útikennslu og útilífi. Skráðu þig strax hér. 


Hrollur - Ævintýraleg útivistaráskorun dróttskáta
Ert þú dróttskátaforingi? Eru þínir dróttskátar búnir að mynda lið og skrá sig á Hroll? Hvað er Hrollur? Allar upplýsingar um viðburðinn eru að finna hér. Endilega minnið skátana ykkar á að skrá sig!

Félagsstjórnarnámskeið 29. apríl
Félagsstjórnarnámskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni laugardaginn 29. apríl kl 10-15. Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk og verkefni stjórnar skátafélags. Félagsstjórnir eru hvattar til þess að taka daginn frá. Kveðja, félagaráð.

Í þessari viku:

  • Lokað í Dymbilvikunni
  • Sumardagurinn fyrsti
  • Eru þið með hátíðarhöld á Sumardaginn fyrsta?
  • Vítamínkvöld - Skátalíf er útilíf
  • Hrollur - Ævintýraleg útivistaráskorun dróttskáta
  • Félagsstjórnarnámskeið 29. apríl

Heyrst hefur að Páskarnir séu handan við hornið... 

 

Bandalag íslenskra skáta,