Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

19. maí 2015

Skyndihjálparnámskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni um helgina. Námskeiðið er 16 stunda og er gjaldgengt til eininga í framhaldsskólum. Nánari upplýsingar hér.


Drekaskátamót 2015
Gríðarlega góð skráning komin af stað en vegna fjölda áskoranna verður opið fyrir skráningu út vikuna. Eru allir drekaskátar og foringjar í þínu félagi búnir að skrá sig?


Syngjum saman
Næst komandi þriðjudag, 26. maí kl. 20:00 stendur Kvenskátaflokkurinn Langbrók fyrir söngkvöldi í Kópaheimilinu. Það eru allir velkomnir og um að gera að bregða undir sig betri fætinum og nota tækifærið til að hitta gamla og góða vini. Takið með ykkur söngbækur eða textablöð, komið með hljóðfæri og stutt skátaskemmtiatriði eru vel þegin. Kakó og tilheyrandi í lokin. Hlökkum til að sjá ykkur. Langbrók

Stjórn BÍS þakkar þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg við að gera Norrænt skátaþing að glæsilegum viðburði s.l. helgi. Rikk Tikk fyrir ykkur!
Breytt dagsetning á Skátaþingi 2016
Vegna nálægðar við páska ákvað stjórn BÍS að breyta áður auglýstri dagsetningu á Skátaþingi 2016. Þingið verður því haldið dagana 11.-13. mars í stað 18.-20. mars.

Gilwell-Leiðtogaþjálfun, 5. skref verður haldið á Úlfljótsvatni 30.-31. maí. Upplýsingar og skráning hér.
Námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn sumarnámskeiða verða haldin í Skátamiðstöðinni 8.-10. júní. Frekari upplýsingar hér.


 

Í þessari viku:

  • Skyndihjálparnámskeið um helgina
  • Drekaskátamót 2015
  • Syngjum saman
  • Stjórn BÍS þakkar sjálfboðaliðum
  • Breytt dagsetning á Skátaþingi 2015
  • Gilwell-leiðtogaþjálfum
  • Námskeið fyrir sumarstarfsfólk
Bandalag íslenskra skáta,