Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

28. janúar 2014

Félagsforingjafundur
 
Félagsforingjafundur verður haldin í Skátamiðstöðinni þann 15. febrúar. Fundurinn hefst kl. 09:00 og ætti að vera lokið um kl. 16:00.
Umræðuefni fundarins er; lagabreytingar, skátaheit og önnur mál.
Gert er ráð fyrir að tveir fulltrúar frá hverju félagi komi á fundinn.
Skráning er nauðsynleg svo matarkaup verði í samræmi við fjölda fundargesta. Skráning fer að venju fram hér: www.skatar.is/vidburdaskraning
 
Frekari upplýsingar koma í tölvupósti til félagsforingja í vikunni.
 
Kveðja, Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar
 
Skátafélagið Klakkur leitar að fjórum sveitarforingjum.
 
Það vantar tvo foringja til að starfa með fálkastráka sveit og tvo foringja til að starfa með blandaðir dróttskátasveit.
Ef þú hefur áhuga eða vilt spyrja að einhverju, hafðu endilega samband við Finnboga í síma 867-8148 eða finnboj@gmail.com

 
Ný vefsíða fyrir þitt skátafélag?
Fræðslufundur í Skátamiðstöðinni 3. febrúar kl. 18:00.
 
Samhliða vinnu við gerð kynningarvefsins www.skatarnir.is var unnin vefsíða sem gæti verið grunnur eða hugmynd fyrir þau skátafélög sem vilja endurbæta ásýnd sína á vefnum. Þessi síða var sett upp síðastliðið haust á léninu http://demo6.tecnordix.is og býðst öllum skátafélögum að taka þessa vefsíðu í notkun sér að kostnaðarlausu.
 
Nokkur félög hafa þegið þetta boð og má reikna með að fyrstu vefirnir líti dagsins ljós á næstu vikum.
 
Upplýsingaráð BÍS hefur aðstoðað félögin í þessu verkefni með ýmsum hætti og liður í þeirri vinnu er fræðslufundur sem haldinn verður í Skátamiðstöðinni mánudaginn 3. febrúar kl. 18:00. Þar munu þeir Jón Halldór Jónasson og Guðmundur Pálsson leiðbeina um notkun og þar gefst frábært tækifæri til að spyrja þá félaga spjörunum úr um hvaðeina er varðar verkefnið.
 
Áhugasömum er einnig bent á Facebook-hópinn „Vefsíður skátafélaga“ (https://www.facebook.com/groups/373016279509601/) en markmið þess hóps er að vera vettvangur fyrir fyrirspurnir, upplýsingamiðlun og samvinnu þeirra félaga sem eru með í verkefninu eða vilja fylgjast með.
 
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í tölvupósti: gudmundur@skatar.is
 
Kveðja, Stýrihópurinn

 
Þróunin á Innleiðing í áföngum
4 áfangar í stað 7.

 
Innleiðingarnámskeiðin eru í sífelldri þróun út frá því hvaða þarfir hafa komið í ljós á námskeiðunum, í tengslum við raunveruleikann úti í félögunum. Innleiðing í áföngum hefur þannig breyst örlítið því það virðist vera hagkvæmara fyrir félögin að fá aðferðafræðina á einu bretti, þ.e.  yfirlit yfir skátaaðferðina (greining á stöðunni í félagi), flokkakerfið og dagskrárhringinn.
 
Nú verða innleiðingarnámskeið framtíðar því fjögur:
 
1. Skátaaðferðin (greining á stöðu), flokkakerfið og dagskrárhringurinn
2. Fjölgun fullorðinna sjálfboðaliða (þróun á efni sem tengist námskeiði í framhaldsnámskeiðum Gilwell – sem n.b. allir mega sitja – skráning hafin á námskeið 1. feb.)
3. Markmiðakerfið/Hvatakerfið. Áfangamarkmið, þroskaferill skátans, sérkunnáttukerfið og hvatakerfið í heild. (Kerfi sem auðvelt er að innleiða eftir að 1. hluti innleiðingar er kominn vel af stað – væntanlega mögulegt í haust hjá mörgum félögum)
4. Táknræn umgjörð og gildagrunnur (skátinn sem könnuður, táknrænar fyrirmyndir,vinna með skátalög og skátaheit, hjálpsemisþátturinn)
 
Við leggjum áherslu í vetur á 1. hluta innleiðingar – yfirlit yfir skátaaðferð, flokkakerfið og dagskrárhringinn– að við séum farin að nota umgjörð skátaaðferðarinnar, flokkakerfi, dagskrárhring (virkja sveitarráð, lýðræði í vali verkefna o.fl.). Góða lýsingu á námskeiðunum er að finna á Skátamálum
Hafið endilega samband í síma 550-9803 eða á ingibjorg@skatar.is
 
Kveðja, Ingibjörg
 
Vilt þú fá dósakassa við þitt skátaheimili?

Grænir skátar bjóða skátafélögum að staðsetja dósakassa fyrir utan skátaheimilið sitt og fá ágóða af því sem safnast í kassann.
Við hvetjum skátafélög til að hafa samband við Stefán hjá Grænum skátum: stefan@skatar.is
 
Kveðja, Grænir skátar
 
Vantar þínu félagi aðstoð við gerð ársreiknings?

Í Skátamiðstöðinni getur Sonja bókari aðstoðað ykkur.  Hægt er að senda póst á bokhald@skatar.is og haft verður samband.
 
kveðja, Sonja

Í þessari viku:

  • Snjallráð vikunnar
  • Félagsforingjafundur
  • Klakkur leitar að sveitarforingjum
  • Ný vefsíða fyrir þitt skátafélag
  • Þróunin á Innleiðing í áföngum
  • Dósakassa í skátaheimili
  • Aðstoð við ársreikninsgerð

Á dagskránni:

1/2
Mannausstjórnun og fullorðnir í skátastarfi (framhald)

5/2
Stjórnarfundur BÍS

10/2
Endurfundir skáta

Skoða fleiri viðburði

Snjallráð vikunnar

Eru skátarnir órólegir á fundi? Sniðugt er að byrja fundinn á að bjóða upp á epli eða aðra ávexti því oft er óróinn afleiðing af svengd eða blóðsykurfalli. Ávaxtastundin gefur foringjanum líka tækifæri til að spjalla og vera með innlögn á meðan skátarnir narta í ávextina.
 
Bandalag íslenskra skáta,