Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

13. maí 2014

Ólafur Ásgeirsson, fv. skátahöfðingi, er farinn heim.

Útför Ólafs verður gerð frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 23. maí kl. 15:00.
Skátar eru hvattir til þess að mæta í skátabúningi við útförina.
Sjá nánar hér.
 
Tónleikar í kvöld

Hvetjum  ykkur að koma á stórskemmtilega tónleika hjá Skátakórnum í Hraunbyrgi kvöld kl. 20 !
Á dagskránni eru kvikmyndalög og annað fjör.
Sérstakir gestir Þórunn Þórðardóttir og Gleðisveitin Dos Sardinas.

Sjá nánar á fésbók:  https://www.facebook.com/skatakorinn

Kveðja, Skátakórinn
Skyndihjálp fyrir stjórnendur sumarnámskeiða og Gilwellnema.

Boðið er upp á 16 tíma skyndihjálparnámskeið fyrir stjórnendur Útilífsskóla, Gilwellnema og aðra fullorðna í skátastarfi helgina 24. – 25. maí.
Nánari upplýsingar má finna hér og skráningu má finna hér.

Kveðja, Ingibjörg
Ung i Norden – villt þú taka þátt?

Ung i Norden er norræn ráðstefna um skátastarf fyrir skáta á aldrinum 17 – 23 ára sem haldin er annað hvert ár, til skiptis á norðurlöndunum. Í ár verður Ung í Norden í Noregi dagana 2.-5. október. Gert er ráð að BÍS sendi 2-4 skáta og að kostnaður viðkomandi verði að hámarki 30 þúsund krónur. Umsóknarfrestur er til kl 12:00 miðvikudaginn 28. maí og skulu umsóknir sendast í netfangið jon@skatar.is

Kveðja, Alþjóðaráð
Námskeiðið Skyldur stjórnenda sumarnámskeiða flutt

Kvöldnámskeiðið Skyldur stjórnenda sumarnámskeiða verður flutt fram til 2. og 3. júní. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag koma í næsta þriðjudagspósti.

Kv. Ingibjörg
Komdu með til Japans!
 
Kynningarfundur vegna ferðar á Heimsmót skáta í Japan 2015 (e. World Scout Jamboree) verða haldnir á næstunni. Kynnt verður mótið, ferðatilhögun og þetta sérstaka að hafa möguleika á því að taka þátt í 40 þúsund manna skátamóti með ungu fólki frá öllum heimshornum. Nánari upplýsingar á Skátamálum.
 
Kveðja, Jón Ingvar
Víkinganámskeið fyrir Drótt og rekkaskáta á Úlfljótsvatni 23.-25. maí.
 
Spennandi námskeið sem stendur frá föstudegi til sunnudags. Kennd eru undirsöðuatriði bogfimi, útieldun að víkíngasið og spennandi víkingaleiki. Einnig verður boðið upp á víkingahandverksgerð. Allar nánari upplýsingar má finna hér.
 
Kveðja, ÚSÚ
Gilwell leiðtogaþjálfun, stjórnun og skipulagning skátastarfs
 
Búið er að opna fyrir skráningu á fjórða skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar.
Námskeiðið verður haldið í Skátamiðstöðinni laugardaginn 14. júní frá 9-17
Frekari upplýsingar má finna hér.
 
Kveðja, Gilwell-teymið
Vinnuhelgi á Úlfljótsvatni 16.-18. maí 
 
ÚSÚ býður áhugasömum að koma og taka til hendinni fyrir sumarið. Gisting er í boði ásamt fæði fyrir þá sem koma. Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.
 
Kveðja, ÚSÚ

Verndum þau 2. Júní – Gilwell nemar hvattir til að mæta
 
Verndum þau námskeið verður haldið í tengslum við námskeið fyrir sumarstarfsfólk Útilífsskólanna, mánudaginn 2. júní kl. 14.00. Skráning hafin á www.skatar.is/vidburdaskraning

Kv. Ingibjörg

 

Í þessari viku:

  • Tónleikar í kvöld
  • Skyndihjálparnámskeið
  • Ung í Norden
  • Skyldur stjórnenda sumarnámskeiða
  • Komdu með til Japan!
  • Víkinganámskeið á Úlfljótsvatni
  • Gilwell-leiðtogaþjálfun 4 af 5
  • Verndum þau

Á dagskránni:

13/5
Vorskemmtun Skátakórsins 2014

14/5
Jamboree 2015 - kynningarfundur í Kópaheimilinu

15/5
Jamboree 2015 - kynningarfundur í Skátamiðstöðinni

 

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Næst þegar þú ferð í gönguferð, taktu þá með þér plastpoka og týndu upp rusl sem á vegi þínum verður. Margt smátt gerir eitt stórt.
 
Bandalag íslenskra skáta,