Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

17. desember 2014

Tölvuþrjótar spenntir fyrir Skátamálum

Heimasíðan okkar, www.skatamal.is, lá niðri í gær vegna árásar tölvuþrjóta sem gerðu tilraun til að "hakka" sig inn á síðuna. Vonandi varð það ykkur ekki til trafala, en síðan er komin upp aftur. Einhverjir lentu í vandræðum með að komast inn í félagatalið okkar þar sem þeir hafa notað flýtitakka af skátamálum til að fara á rétta slóð. Hægt er að komast inn á félagatalið beint í gegnum slóðina www.skatar.is/felagatal. Gott er að merkja þá slóð á "uppáhalds" og hafa því skjótan aðgang ef vandamálið kemur upp aftur.


Skátamiðstöðin í jólafríi

Skátamiðstöðin verðu lokuð frá og með 24. desember til 5. janúar. 
Ef erindið er brýnt má hringja í Hermann, framkvæmdastjóra í síma 693-3836

Gleðileg jól og takk fyrir samstarfið á árinu


Ævintýrin gerast í Vestmannaeyjum 17. og 18. janúar

Vissir þú að hægt er að taka Gilwell - leiðtogaþjálfun skref 1. og 2 á einni helgi? Við verðum í Eyjum 17. og 18. janúar og fer námskeiðið fram í Skátastykki, hinum frábæra skátaskála þeirra Faxa. Boðið er upp á gistingu og skemmtilega samveru í ævintýraheim Vestmannaeyja.

Frekari upplýsingar og skráning hér.


Búið að skipa mótstjórn Landsmóts skáta 2016

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og landsmótsstjórn hefur hafið störf.

Endilega kíkið á facebook síðu mótsins


Vinna í sumarbúðum skáta í Bandaríkjunum

Boy Scouts of America er að leita að hressum skátum til að vinna í sumarbúðum í Bandaríkjunum næsta sumar.

Tímabilið byrjar í enda maí og lýkur 6. ágúst, starfið er launað.
Umsækjandi þarf að vera á aldrinum 18-30 ára. Um er að ræða launað starf og séð er um gistingu og fæði. Umsækjandi þarf að sjá um að greiða flug (til og frá Bandaríkunum) en þau sjá um að finna fjölskyldu til að dvelja hjá í frítíma. Reglulega koma fjöldi skáta víða að úr heiminum til að taka þátt í viku sumarbúðum BSA

Umsóknum skal skilað fyrir 15. Janúar til Jóns Ingvars Bragasonar í Skátamiðstöðinni, hann veitir allar nánari upplýsingar.


Í þessari viku:

  • Tölvuþrjótar spenntir fyrir skátamálum
  • Skátamiðstöðin í jólafrí
  • Ævintýrin gerast í Eyjum
  • Mótstjórn Landsmóts skáta 2016
  • Vinna í sumarbúðum skáta í USA

Snjallráð vikunnar

Njóttu jólanna með samveru og kærleika. Mundu að sælla er að gefa en þiggja.

 
Bandalag íslenskra skáta,