Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

4. febrúar 2014

Róverskátamót á Ítalíu
 
Alþjóðaráði var að berast boð á 34000 manna róverskátamót á Ítalíu sem haldið verður núna 1.-10. ágúst 2014.
Í boði er að senda tvo rekka og róverskáta, mótsgjaldið er 150 evrur en von er á styrk fyrir flugfargjaldinu. Umsóknarfrestur er stuttur, eða bara til kl. 12:00 á miðvikudaginn, 5. febrúar. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á jon@skatar.is
Í umsókn þurfa að koma fram helstu persónuupplýsingar og skátaferill auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt í þessum viðburði, hvað hann hefur fram að færa og hvers vegna alþjóðaráð ætti að velja hann til fararinnar.  Alþjóðaráð gerir kröfu um að viðkomandi skili stuttri skýrslu um ferðina til ráðsins eftir heimkomu og mun jafnvel biðja viðkomandi um að segja frá ferðinni á kynningarfundi/um.
 
Kveðja, Alþjóðaráð
 
Viltu ná betri árangri í Skátaflokkur Íslands?
 
Kíktu á tilboð um dagskrárhring sem við settum inn á vefinn (smella hér)
 
Í undirbúningi fyrir Landsmót skáta gefst skátaflokkum einstakt tækifæri á að prófa sig áfram með notkun dagskrárhringsins. Í dagskrárheftinu Skátaflokkur Íslands er að finna verkefni sem telja sem stig í keppnina um Skátaflokk Íslands sem haldin verður á Landsmóti skáta í sumar. Ekki missa af þessu tækifæri til að virkja flokkana og sveitarráðið og ná betri árangri. Allar nánari upplýsingar veita Ingibjörg fræðslustjóri (ingibjorg@skatar.is og í síma 5509803) og Nanna verkefnastjóri Skátaflokks Íslands (nanna@skatar.is).
 
Kveðja, Ingibjörg og Nanna
 
Endurfundir skáta á mánudaginn.
 
Húsið opnar kl. 11:30 og matur borinn fram kl. 12:00
Hlökkum til að sjá ykkur.
 
Villt þú vinna að jafnréttismálum skáta? 
 
Evrópustjórn WAGGGS og finnsku skátarnir standa fyrir vinnustofu um að vinna með körlum og drengjum í jafnréttismálum dagana 9.-12. maí 2014 í Finnlandi. Þátttakendur þurfa að vera skátar, helst yngri en 30 ára með brennandi áhuga á málefninu. Vinnustofan sjálf er þátttakendum að kostnaðarlausu og 70% af flugfargjaldi er endurgreiddur.  Umsóknarfrestur er til 15. febrúar og skal senda þær til jon@skatar.is
 
Alþjóðaráð BÍS gerir kröfu um að viðkomandi skili stuttri skýrslu um ferðina til ráðsins eftir heimkomu og mun jafnvel biðja viðkomandi um að segja frá ferðinni á kynningarfundi/um.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason viðburðarstjóri BÍS.
 
Kveðja, Alþjóðaráð
 
Er þitt skátafélag á rétti leið?
 
Skátafélag á réttri leið er tæki fyrir skátafélögin til þess að festa í sessi góða stjórnskipan og bæta skipulag.
Bókina Skátafélag á réttri leið sem veitir góða innsýn í verkefnið má nálgast hér
Við hvetjum stjórnir skátafélaga til þess að kynna sér efnið og hafa samband við Júlíus julius@skatar.is í Skátamiðstöðinni ef spurningar vakna.
Markmiðið er að öll skátafélög séu Skátafélög á réttri leið
 
Kveðja, Júlíus
 
Komdu í hóp skemmtilegra skipuleggjara! 

Við leitum að hressum skátum til að koma í skipulagsteymi nýs skátaviðburðar RosAsumar sem er fyrir Rekka- og Róverskáta. Viðburðurinn verður haldinn í tveimur hlutum, 30. maí til 1. júní og seinni helgi í lok ágúst. Ef þú ert hress og til í að slást í hópinn sendu þá línu á jon@skatar.is.

Kveðja, Jón Ingvar
 
Kynning á Landsmóti skáta fyrir foreldra
 
Það er svo sannarlega kraftur í mótsstjórn og vinnunefndum fyrir mótið enda veitir ekki því það er í mörg horn að líta. Núna fyrir helgi sendu þau frá sér glæsilegan kynningarbækling um mótið sem inniheldur fróðleik og upplýsingar fyrir foreldra og forráðamenn skátanna. Sjá bækling (setja inn slóðina)
 
Kveðja, Jón Ingvar
  
Jamboree 2015 - kynningarfundir
 
Kynningarfundur vegna ferðar á Heimsmót skáta í Japan 2015 (e. World Scout Jamboree) verða haldnir á næstunni. kynnt verður mótið, ferðatilhögun og þetta sérstaka að hafa möguleika á því að taka þátt í 40 þúsund manna skátamóti með ungu fólki frá öllum heimshornum. Hægt er að lesa sér til um mótið á ferðasíðunni www.jamboree2015.skatar.is
Kynningarfundir
Skátamiðstöðin Hraunbæ 123 – 10. febrúar kl. 20
Skátamiðstöðin Jötunheimar Garðabæ – 11. febrúar kl. 20
Skátamiðstöðin Hraunbæ 123 – 19. ferbrúar kl. 20
Skátaheimilið Selfossi – 20. febrúar kl. 20
 
Kveðja, fararstjórn WSJ 2015
 
Ný leiðtogafræðsla í boði á netinu, i-lead
 
WAGGGS hefur sett af stað leiðtogafræðslu á netinu sem nefnist “i-lead”, einstakan, skemmtilegan og hnitmiðaða þjálfun sem er í boði í gegnum verðlaunað e-learning tæki GLOW (Global learning online through WAGGGS). i-lead er partur af UPS foundation og WAGGGS með það að markmiði að bjóða leiðtogaþjálfun fyrir alla. Þjálfunin er útbúin af sérfræðingum í leiðtogafræðum, námskeiðið er frítt, opið öllum, á netinu og er mjög sveigjanlegt. Allir eldri en 16 ára geta tekið þátt.
 
Hægt er að nálgast i-lead á GLOW á http://glow.wagggs.org
 
Kveðja, Alþjóðaráð
 
Frábær vinna á besta stað í heimi!
 
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni auglýsir eftir starfsfólki fyrir sumarið 2014.
Starfstími er nokkuð samkomulagsatriði en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun maí eða byrjun júní. Ráðið er til júlí loka eða ágúst loka.
Starfsvettvangur er Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni. Verkefni eru bæði í Sumarbúðum skáta og á tjaldsvæðinu sem og önnur verkefni sem falla til s.s. við að þjónusta innlenda og erlenda hópa, þrif og tilfallandi viðhald.
Æskilegt er að viðkomandi sé skáti eða hafi góða reynslu af starfi með börnum. Skila þarf leyfisbréfi vegna könnunnar á sakavottorði (blaðið má undirrita á skrifstofu BÍS). Viðkomandi þarf að vera 18 ára eða eldri. 
Viðkomandi kemur til með að búa á Úlfljótsvatni á starfstímanaum. Þar þarf að deila herbergi með öðrum að miklu eða öllu leiti á meðan á starfstímanum stendur.
Skila þarf umsóknum til framkvæmdarstjóra ÚSÚ fyrir 18. febrúar. Senda má umsóknirnar á póstafangið gudmundurf@skatar.is
 
Sjálfboðaliðar á Úlfljótsvatni
 
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni auglýsir eftir sjálfboðaliðum fyrir sumarið 2014.
sérstaklega er auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér eina eða fleiri helgar á tjaldsvæðinu við Úlfljótsvatn. Hver helgi þarf 4-8 starfsmenn.
Verkefnin eru að afgreiða í verslun tjaldsvæðisins, þjónusta gesti, þrífa og sjá um dagskrá auk þess að leysa úr örðum verkefnum eftir því sem þau falla til.
Þetta er tilvalið verkefni fyrir gamla skátaflokkinn, fjölskylduna, vinahópinn eða einstaklinga sem vilja leggja staðnum lið.
Sjálfboðaliðar fá fría inni gistingu (oftast) og mat á meðan á dvölinni stendur. Að sjálfsögu er í boði að taka börnin með í „fríið“
Eitthvað spennandi verður að gerast allar helgar í sumar. Það er hægt að nálgast drög að dagskrá með því að smella hér:
Sendu póst á gudmundurf@skatar.is til að panta þína helgi.
ÚSÚ er alltaf að leita að viljugum höndum til að sinna fjölda verkefna. Ef þú ert áhugasamur/söm þá er um að gera að hafa samband. Sendu póst á gudmundurf@skatar.is eða finndu okkur á www.facebook.com/undralandidokkar 
Sjálfboðaliðar í Sumarbúðir skáta Úlfljótsvatni
 
Skemmtilegustu sumarbúðir í heimi auglýsa eftir sjálfboðaliðum.
 
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni leitar að sjálfboðaliðum í Sumarbúðir skáta. Leitað er að sjálfboðaliðum sem eru 18 ára og eldri til að aðstoða við dagskrá sumarbúðanna.
Æskilegt er að sjálfboðaliðarnir haf einhverja reynslu af sumarbúðum, skátastarfi eða starfi með börnum. Tilvalið er að koma og aðstoða við dagskrá í eina viku en þá má vera fleiri.
Verkefnin eru hefðbundin sumarbúðaverkefni, vinnutíminn langur, andrúmsloftið gott og vatnið blautt. Þetta er frábær leið fyrir gamla starfsmenn eða gamla skátavini til að upplifa aftur smá sumardrauma, njóta þess að gefa af sér og sjá bros og gleði sumarbúðabarnanna.
sumarbúðirnar starfa í 5 daga í senn frá mánudegi til föstudags. Hægt er að taka koma með rútunni á mánudegi og fara aftur heim á föstudegi. Æskilegt er að sjálfboðaliðar geti kynnt sér vel dagskránna og skipulagið fyrir komu.
Allir sem koma að sumarbúðunum þurfa að undirrita leyfi fyrir skoðun sakavottorðs. Það er hægt að gera á skrifstofu BÍS.
Eftirfarandi vikur eru í boð:
9. – 13. júní / 23.-27. júní / 30. júní – 4. júlí / 7.-11. júlí / 14.-18. júlí.
Áhugasamir geta sent póst á gudrun@skatar.is eða hringt í hana í síma 8471149.
Vertu með og hjálpaðu okkur að gera sumarið enn skemmtilegra!
 
Kveðja, ÚSÚ
 

 

Í þessari viku:

 • Snjallráð vikunnar
 • Róverskátamót á Ítalíu
 • Skátaflokkur Íslands
 • Endurfundir skáta
 • Jafnréttismál skáta
 • Skátafélag á réttri leið
 • RosA sumar - skipulagsteymi
 • Kynningarbæklingur fyrir Landsmót skáta
 • Jamboree 2015 - Kynningarfundir
 • Leiðtogafræðsla á netinu
 • Vinna á Úlfljótsvatni

Á dagskránni:

5/2

Stjórnarfundur BÍS

10/2
Endurfundir skáta

10/2
Jamboree 2015 kynning
Skátamiðstöðinni

11/2
Jamboree 2015 kynning
Jötunheimar - Garðabæ

Fleiri viðburði má finna hér.

Snjallráð vikunnar

Ekki gleyma Góðverkavikunni 17.-22. febrúar
www.godverkin.is

 
Bandalag íslenskra skáta,