Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

3. mars 2015

Dagskrárráð þakkar fyrir sig
Dagskrárráð vill þakka Gilwell-nemum úr Vífli, þeim Jóni Agli, Urði og Fanndísi Evu fyrir frábæra skipulagningu á drakaskátadeginum sem haldinn var sunnudaginn 1. mars sl. Einnig þakkar dagskrárráð þeim foringjum sem komu og hjálpuðu til og öllum þeim sem þátt tóku í deginum hvort sem það voru drekaskátar eða foringjar þeirra fyrir skemmtilegan dag og vonar að allir hafi fari hoppandi kátir heim.


Opinn fundur Laganefndar 16. mars
Laganefnd BÍS heldur opinn kynningarfund um lagafrumvarp nefndarinnar mánudaginn 16. mars kl. 20:00 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Á fundinum verða kynntar tillögur nefndarinnar og þær ræddar. Tillögurnar má kynna sér á www.lagabreyting.skatamal.is


Leiðtogavítamín 13.-15. mars
Vantar smá vítamín í foringja þína? Leiðtogavítamín fyrir drótt- og rekkaskáta er 13.-15. mars og enn er hægt að skrá sig. Kíktu inn á facebook síðuna (smelltu hér) og upplýsingar og skráning er hér.


Verndum þau námskeið hjá KFUM & K á Holtavegi
Þann 18. mars verður haldið Verndum þau námskeið á vegum ÆV í húsnæði KFUM&K við Holtaveg. Við hvetjum sérstaklega Gilwell nema að sækja viðburðinn þar sem þáttaka á Verndum þau námskeiði er hluti af vegferðinni fyrir útskrift. Upplýsingar má finna hér.


Taktu þátt í rýnihópavinnu um vefmálin
Laugardaginn 7. mars er öllum sem vilja boðið að taka þátt í rýnihópavinnu um vefsvæðin skatamal.is og skatarnir.is sem fer fram í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Dagskrá hefst kl. 14:00 og er áætlað að ljúka dagskrá um kl. 16:00. Allir velkomnir en nauðsynlegt er  að skrá sig með tölvupósti á netfangið gudmundur@digital.is Nánari upplýsingar hér.


Endurfundir skáta
Nú er komið að Endurfundum marsmánaðar og verða þeir mánudaginn 9. mars og að venju opnar húsið kl. 11:30 og matur verður fram borin kl. 12:00. Björn Hilmarsson ætlar að kma til okkar og segja okkur frá starfi mannauðsteymis World Scout Moot 2017.


Fræðslukvöld 19. mars
Aftur er komið að fræðslukvöldi og í þetta sinn ætlum við að gera tilraun tvö með fræðslu um útieldun. Hvað er hægt að gera? Hvað er hægt að eiga? Hvar fást áhöld til útieldunar? Búið er að opna fyrir skráningu.


Skátaþing 2015
Munið að skrá ykkur á skátaþing. 
Skátaþing hefst stundvíslega kl. 18:30 föstudaginn 20. mars í Fjölbrautaskóla Suðurlands, Tryggvagötu 25, Selfossi
Frekari upplýsingar má finna á skátamálum og verða fleiri eftir því sem nær dregur.


Jónsmessumót Klakks
Helgina 26.-28. júní stendur Skátafélagið Klakkur fyrir Jónsmessumóti fyrir öll skátafélög á landsbyggðinni. Mótið verður haldið á Hömrum við Kjarnaskóg og í boði verður fjölbreytt dagskrá m.a. ratkleikur, klettasig, eldsmíði og margt, fleira. Frekari upplýsingar má finna hér eða hjá Jóhanni Malmquist í síma 699-7546 eða jokkna@gmail.com
Vonumst til að sjá sem flesta.


Agora - fyrir rekka- og róverskáta
Alþjóðaráð BÍS hefur borist boð um að senda 4 þátttakendur á hið árlega Agora, ráðstefnu REkka og Róverskáta sem undirbúin er og haldin af Rekka og Róverskátum í Evrópu. Mótsgjaldið er 150 € og auk þess þarf að greiða 50% af ferðakostnaði. 
Nánari upplýsingar má finna hér.


DS. Vitleysa verður haldin helgina 10.-12. apríl 
Við hvetjum sveitarforingja dróttskáta til að láta dróttskátasveitina taka helgina frá. Frekari upplýsingar og skráning þegar nær dregur.


Styrktarsjóður skáta
Stjórn BÍS auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði skáta 2015. Umsóknafrestur er til 10. mars 2015. Úthlutun fer fram á Skátaþingi 2015
Reglugerð og umsóknareyðublað má finna hér.


Vinna í sumarbúðum skáta í Bandaríkjunum - síðast sjens!
Boy scouts of America er að leita að hressum skátum til að vinna í sumarbúðum sínum næsta sumar. Tímabilið byrjar í enda maí og lýkur 6. ágúst. Starfið er launað og þarf umsækjandi að vera á aldrinum 18-30 ára. Séð er um gistingu og fæði á meðan dvöl stendur.
Umsóknum skal skilað fyrir 10. mars til Jóns Ingvars í Skátamiðstöðinni en hann veitir einnig nánari upplýsingar.


Gisting á meðan Skátaþingi stendur
Skátar sem sækja Skátaþing 2015 geta gist á Úlfljótsvatni en þar er fín aðstaða. Stjórn og starfsmenn munu meðal annars gista þar en taka vissulega ekki allt plássið. Áhugasamir hafi samband beint við Úlfljótsvatn.
 

Í þessari viku:

 • Dagskrárráð þakkar fyrir sig
 • Opinn fundur Laganefndar
 • Leiðtogavítamín
 • Verndum þau
 • Rýnihópvinna um vefmálin
 • Endurfundir skáta
 • Fræðslukvöld
 • Skátaþing
 • Jónsmessumót Klakks
 • Agora fyrir rekka- og róverskáta
 • DS. Vitleysa 10.-12. apríl
 • Styrktarsjóður skáta
 • Vinna við sumarbúðir skáta í USA
 •  
Bandalag íslenskra skáta,