Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

7. október 2014

Fálkaskátadagurinn 2. nóvember  

Verður fálkaskátasveitin ykkar með?  
Skátafélagið Landnemar ætla að stjórna viðburðinum í ár með dyggri aðstoð annarra skátafélaga í Reykjavík. Ratleikur með strætó og spennu, leikir og fjör. Hvaða fálkaskátasveit vinnur? Við hvetjum allar Fálkaskátasveitir á suðvestur horninu til að taka þátt (einnig aðrar ef þær sjá sér fært að koma) Frekari upplýsingar má finna hér.  Skráning er hafin!  

Kveðja, Dagskrárráð


Rekkaskátakvöld 12. október

RS Plútó og Skátafélagið Landnemar bjóða öllum Rekkaskátum á Reykjavíkursvæðinu og víðar að á Rekkaskátakvöld í skátaheimili Landnema að Háuhlíð 9, sunnudaginn 12. október. Húsið opnar 20:00 og gert ráð fyrir að því loki aftur um 23:00. Um er að ræða kaffihúsakvöld þar sem seldar verða vöfflur, uppáhelling og kakó gegn einstaklega vægu gjaldi og fjögurra skáta pubquiz um skátahreyfinguna. Vonumst til að sjá húsið fyllast af Rekkaskátum.

RS. Plútó

Gilwell - Leiðtogaþjálfun - Markmið og leiðir í skátastarfi

Laugardaginn 18. október fer fram Gilwell skref 2 í Skátamiðstöðinni. Þar er markmiðið að þátttakendur skilji tengslin á milli markmiða skátahreyfingarinnar og ólíkra þroskasviða. Einnig að þátttakendur geri sér grein fyrir eigin styrk og veikleikum sem leiðtogi.

Skráning er hafin hér: www.skatar.is/vidburdaskraning og frekari upplýsingar má finna hér

Kveðja, Gilwell teymið

Víkinganámskeið fyrir Drótt-, og rekkaskáta

Nú er skráning í fullum gangi fyrir Víkinganámskeið drótt- og rekkaskáta.
Námskeiðið fer fram helgina 17.-19. október að Úlfljótsvatni. Farið verður í notkun boga og allir læra að skjóta í mark. Boðið verður upp á víkingaverkefni í leðurvinnu og öðru handverki ásamt því að þátttakendur læra víkingaleiki sem þeir geta svo haft með sér heim í félag. Námskeiðið kostar aðeins 7.900 kr. og inni í því er allur matur, gisting og rúta. Skráning fer fram hér: www.skatar.is/vidburdaskraning

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ

Fræðslukvöld - Verndum þau

Fræðslukvöld októbermánaðar er námskeiðið "Verndum þau" sem er námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins. Námskeiðið fer fram í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, fimmtudaginn 16. október frá 17:00-20:30.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan ÆV sæki námskeiðið.

Kveðja, Ingibjörg

Heimsmót í heimabyggð JOTA-JOTI

Alþjóðlega skátamótið JOTA-JOTI verður haldið um allan heim dagana 17.-19. október. Laugardaginn 18. október opna dyr Jötunheima, skátaheimili Vífils í Gærðabæ. Og boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá í tilefni dagsins. Ekki er þörf á því að mæta á staðin heldur geta allir tekið þátt með því að skrá flokkinn á world-jotajoti.org

Takið daginn frá því þetta er frábært tækifæri til þess að taka þátt í skemmtilegu skátastarfi og komast í samband við erlenda skáta í leiðinni.

Kveðja, Alþjóðaráð

Hvernig skrái ég mig á JOTA-JOTI

Sveitarforingi er ábyrgur fyrir að skrá flokka á JOTA-JOTI með því að fara á world-jotijoti.org og velja "sign up". Athugið að ekki er þörf á að velja alla flokka heldur bara þá sem nota á. Gott getur verið að búa til skráningu líka á scout.org.

Einfalt og þægilegt að taka þátt í JOTA-JOTI

kveðja, Alþjóðaráð

Rekkaskátar í sjöunda himni

Í sjöunda himni mun fara fram í Þrymheimum helgina 7.-9. nóvember. Skálinn opnar klukkan 19:00 og er fólki frjálst að mæta eftir það. Dagskrá helgarinnar er opin en á Laugardegi verður samkvæmt hefð boðið upp á göngu í Reykjadal til baðs og aftur til baka og að göngu lokinni verður Lambalærisveisla. Þáttakendum mun einnig standa til boða að ganga á nálæga hóla og í skoðunarferð um svæðið. Verði mikill snjór er fólki bent á að í brekkunni fyrir ofan Þrym voru oft haldin skíðamót. Fyrirspurnum er svarað á: sigurgeir_b@hotmail.com
Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Kveðja, SIgurgeir Bjartur

Opið kall - WOSM World - Open Call - Villtu vinna í nefnd eða vinnuhóp

Heimsstjórn WOSM kallar eftir fólki til þess að vinna í nefndum og vinnuhópum stjórnarinnar næstu þrjú árin. Nánari upplýsingar má finna hér: http://scout.org/node/41081
Umsækjendur skulu hafa samband við ón Þór Gunnarsson áður en gegnið er frá umsókn. 

Kveðja, Alþjóðaráð

Nýtt félagatal

Stefnt er að því að endurnýja félagatal (og viðburðakerfi) BÍS á næsta ári. Við það tækifæri viljum endurmeta núverandi félagatal og gera öfluga þarfagreiningu fyrir þá sem taka verkið að sér. 

Markmiðið er að taka það í gagnið á nýju starfsári. Meginástæða þess að það er verið að skipta um kerfi sú að það kostar fjármuni og tíma að viðhalda þessu kerfi (öryggissjónarmið) og það er þægilegra fyrir alla aðila að við göngum inn í kerfið sem fleiri eru að nota. Við viljum þakka Baldri Árnasyni fyrir að hanna og halda úti þessu kerfi öll þessi ár sem sjálfboðaliði. Hann mun halda áfram að viðhalda þessu kerfi þar til nýja kerfið verður tekið í notkun.

Á næstu vikum verður stofnaður vinnuhópur í kringum þessa vinnu og hvet ég ykkur til að taka þátt sem hafa áhuga á því að móta nýtt félaga- og viðburðakerfi BÍS. Áhugasamir eru beiðnir um að senda tölvupóst á hermann@skatar.is 

Kveðja, Hermann

Opið kall - ÚSÚ, viðburðastjórnun

Á norðurslóð leitar að stjórnendum og skipuleggjendum Kæru rekkar og róverskátar. Ef þið hafið áhuga á að koma að þessum frábæra dróttskátaviðburði og skipuleggja hann, þá væri gaman að heyra frá ykkur. Sendið endilega línu á ulfljotsvatn@skatar.is

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ

Frábærar þakkir til drótt- og rekkaskáta

Starfsfólk ÚSÚ langar að þakka og hrósa frábærum hópi drótt- og rekkaskáta sem kom á Leiðtogavítamín um nýliðna helgi. Bæði var hópurinn og leiðbeinendur hans til fyrirmyndar og sérstaklega ber að þakka fyrir frábæran frágang á staðnum. Takk fyrir komuna og hjálpina!

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ

Styrkur til ÚSÚ frá SASS

SASS hefur ákveðið að styrkja verkefni ÚSÚ í markaðsmálum. Verkefnið snýr að markaðssetningu ÚSÚ til erlendra skátahópa með áherslu á Bandaríkin. ÚSÚ þakkar SASS fyrir stuðninginn og hlakkar til að takast á við þetta spennandi verkefni.

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ


 

Í þessari viku:

 • Fálkaskátadagurinn 2. nóvember
 • Rekkaskátakvöld 12. október
 • Gilwell - Markmið og leiðir í skátastarfi
 • Víkinganámskeið á ÚSÚ
 • Verndum þau - Fræðslukvöld
 • Heimsmót í heimabyggð
 • Hvernig skrái ég mig á JOTA-JOTI
 • Rekkaskátar í sjöunda himni
 • Opið Kall - WOSM World
 • Nýtt félagatal
 • Opið kall - ÚSÚ, viðburðastjórnun
 • Takk frá ÚSÚ
 • Styrkur til ÚSÚ frá SASS

Snjallráð vikunnar

Hugsið út nýja lýðræðisleiki og deilið þeim með öðrum. Sendið okkur hugmyndirnar eða skellið þeim inn á facebook.

 
Bandalag íslenskra skáta,